Satellite Internet Service
Hit Counter

7/18/2004

Fluguvinur
Þvilík sérdeilis glimrandi brakandi blíða er þetta!!
Lítið annað að gera en að draga sig út í skólina.
Í tilefni af því að gluggaþvottamaðurinn hafði yfirgefið austurhlið blokkarinnar í gærmorgun þá dróg ég fram sólstól og hlammaði mér út í morgunsólina.  Afskaplega notarlegt.  Lág eins og skata í efnislitlum klæðum með viðtækið í eyrunum.  Alein.  Kyrrð og ró!  Ekkert „uuuuuuuu“ hljóð!  En ekki lág ég lengi þarna ein.  Allt í einu birtist lítill geitungur á svalarhandriðinu.  Hvurn skattan var hann að gera þarna hátt uppi?  Örugglega villst, helvískur.  Velti því fyrir mér hvort ég ætti að drepa´nn.  Ákvað að bíða aðeins, í tilefni blíðunnar.  Vera góð við dýr og menn þennan dag.  Þegar líða tók að hádegi var ég farin að vorkenna fluguræflinum.  Hann flaug frá einum stað til annars á handriðinu.  Lét mig alveg vera.  Hann var greinilega hræddur.  Reyna að daga í sig kjark að láta sig gossa fram af fjórðu hæð.  Svolitill vindur þarna uppi.  Ég hugsaði með mér að hann hefur greinilega týnd hópnum sínum.  Væri að gera dauða leit að drottningunni.  Þegar sólin var horfin af svölunum drattaðist ég inn en geitungurinn sat enn skelkaður á svalahandriðinu.  Ég hvíslaði: „gangi þér vel, litli vin.“  Hann var farinn í morgun.