Satellite Internet Service
Hit Counter

7/16/2004

Það er ljótt að gera vinum sínum það að láta ekki í sér heyra, hvorki hér eða annarsstaðar.  Því verða hér ritaðar línur, félaga vorum, til heiðurs.
 
Lítið hefur undirrituð gert sér til afreka undanfarna daga.  Mest megnis einbeitt sér að því að gera sem minnst.  Hef þó dregið fram línuskautana sem ég verslaði mér fyrir nokkrum árum en hef ekki þorað að nota fyrr en nú.  Hægt er að fylgjast með undirritaðri tvisvar í viku á bílastæðinu í Nauthólsvík.  Hef þó ekki slasað sjálfan mig né aðra með þessu uppátæki, allavega ekki ennþá.
 
Það ringdi í gær.  Það var sól í gær.  Útbúnaðurinn á manni þegar húsið er yfirgefið á morgnanna er með eindæmum.  Nýja ökutækið (rauða þruman) er stútfullt af fötum: regnfötum, lopagallanum, stuttbuxum, gönguskóm, stígvélum.  Þýðir ekkert annað.  Blíðan er einstök í allri sinni mynd.
 
Þó lífið sé viðburðalítið þessa dagana þá eru morgnarnir alltaf svolítið spennandi..... allavega hér hjá mér.  Það er vissara að fara snemma í ból því um átta á morgnana byrjar ballið.  Hef ég þó náð ágætu skipulagi undanfarna daga: 
Klukkan átta heyrist: „uuuuuuuuuuuuuuu“ lyftarinn kominn í gang og fyrr en varir birtist hvítklædd vera upp á svalirnar.  Blístrandi af gleði í morgunsólinni.  Með Rás2 í botni. 
Undirrituð skjögrast á fætur, með augnleppinn á enninu og með sængina undir hendi ráfar inn í næsta herbergi.  Leggur sig flata og nær auka kríu.
Svona höfum við haft það undanfarið en í morgun frá þó við nýjungum í annars ágætis rútínu:
 
Klukkan er átta.  „uuuuuuuuu“ heyrist fyrir utan.  Brosandi málarinn birtist.  Ég, skjögrast með sængina og leppinn inn í næsta herbergi.  Leggst niður, dreg fyrir.  Kúri mig undir sæng.  Örskömmu seinna heyrst:  „uuuuuuuuuuuu“ birtist ekki blístrandi gluggaþvottamaður.  Engin friður. 


7/13/2004

Stuðmenn
Þegar stórband líkt og Stuðmenn herja á Skagafjörðinn er lítið annað hægt að gera en að skella sér upp í bílinn og bruna norður! Og þegar Laufey og Mummi herja á Skagafjörðinn líka – um sömu helgi þá er ekkert annað að gera en að koma við í mjólkurbúðinni og bruna norður!
Átti frábæran sólarhring í firðinum góða, en eins og segir í kvæðinu:
Skagfirðingar kunna vel að skemmta sér!
Og það gerðu þeir þetta laugardagskvöld. Margt var um manninn í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Séri og djákninn létu sjá sig ásamt mörgum gömlum bændum sem Gönni fyrrum stórbóndi á Hólum hefur ekki hitt í mörg ár.

Iðnaðarmaðurinn
Ekki komst undirrituð upp með það að mæta ekki aftur til starfa í Skútu Kapteins. Haldið var áfram við parketlögnina og vorum við færari síðari daginn. Lögðum af fullum krafti þess á milli sem við hummuðum með gömlum vinsælum smellum í viðtækinu og rifjuðum upp tímana tvenna.
En nú er parketið komið á og þá flaug vinnuveitandinn til útlanda og verða önnur iðnaðarstörf að bíða um viku. Þetta finnst iðnaðarmanninum frekar léleg vinnubrögð að rjúka til þegar verkið er hálfnað en hvað um það. Ég bíð þá bara á meðan. Fjölgað hefur í myndasafni um Framkvæmdir á Skútu Kapteins.