Satellite Internet Service
Hit Counter

6/18/2004

Hér skrifar ritari Bokkuvinafélagsins, Gönni í Mýrinni.
Hér ber að svara þeim góða pisli sr. K. Morgans. Það er ekki að spurja að Kapteini vorum, falleg eru skrif hans og vil ég þakka mínum kæra veni hlý orð í minn garð.
Það virðist sem í gær að við skottuðumst um tún og garða klæddir sauðskinnsskóm og lopasokkum. Gaskafullir piltar með rauðar kinnar fullir eldmóði, uppreisnagjarnir sveitadrengir. Það er með ólíkindum hve tíminn fer hratt hjá, sólin er vart risin úr hafi þegar blóðrauðir geilsar hennar kveðja mann á sumarsíðkvöldum.
Eigi sjáumst við bændurnir skottast um tún, né rauðir í vöngum – roðinn hefur færst upp á nef af einhverjum ástæðum. Búið er að leggja sauðskinninu og þrömmum við áfram á gúmmígörmum – mun ósmekklegra skótau. Þó má glitta í einn og einn ósamstæðan ullarsokk í skápnum en eitt höfum við enn – eldmóðinn!!!
Það sýndi sig s.l. laugardagskvöld er bændur hrópuðu baráttukveðjur, kreptu hnefa á loft og skáluðu. Sungnir ættjarðar- og baráttusöngvar.
Þeir bokkuvinir sem heiðruðu gamlan bóndann síðast liðinn laugardag voru: K. Morgan að sjálfsögðu. Einstaklega viðræðugóður piltur með há markmið og hefur alloft mígið í saltan sjó. Titlaður formaður félagsins og ber titilinn vel. Þóroddur eða Doddi, bróðir og félagi. Bróðir já. Nú er Bakkalarusarnir orðnir tveir í félaginu og vel þörf á þeim!! Með eindæmum orðheppin maður hann Doddi minn. Kallaði mig Lalla allt kvöldið – var lítið hrifin af Séranum sem er nýjasti meðlimur Bokkuvinafélagsins. Tekin í tölu félaga á síðasta aðalfundi Bvf. En ekki var mikið hlustað á það tuð karlsins þar sem hann drattaðist ekki til að mæta á síðasta fund vegna veikinda Höltu Lottu ( fiðurfénaður bóndans). Sérann var tekinn í félagið vegna skorts á almennilegum predikunum (svo sé ekki minnst á messuvínið). Sunni internatonale lét sig ekki vanta, svona líka sprækur og hress og var vel til í allrahanda vitleysisgang. Þá má nefna Marra gamla en hann á ættir sínar að rekja til Margrétar ráðskonu sem bændur slógust hér um fyrr um daga. Marri gamli er nýkomin á mölina og líkar bærilega. Með honum var spúsa ein, fönguleg eða meira svona kvennskörungsleg. Við félagarnir vorum rétt búnir að hæla Marra fyrir hversu bljúg og undirleit spúsan var en þá komst hún í flöskuhelvítið og var farin að rífast og skammast í mannskapnum sem formanni (Morgan) og ritara líkuðu allskostar ekki. Mælt hefur verið með því að Marri taki nú upp einhvern aga þarna á heimilinu.
Þetta eru nú þeir höfðingjar sem mættu og sáu til þess að aðrir gestir sem þorðu að sitja lengur skemmtu sér vel. Menn tuðuðu og jöguðust en þess á milli var fallist í faðma. Hver einasti áfengur dropi var drukkin í Mýrinni þetta kvöld. Það er ótrúlegur kraftur í þessum félagsskap sem tók til starfa á seinnihluta síðustu aldar. Og vona ég að trúin, krafturin og eldmóðurinn haldist um aldur og ævi. Skál félagar og velkomnir!!

6/14/2004

Brautskráningardagurinn
Þá er það afstaðið. Brautskráning var s.l. laugardag í Háskólabíó. Heilmikil athöfn, hátíðleikinn sveif yfir vötnum. Kandidatar voru mættir, í sínu fínasta pússi, klukkan eitt og tók þá við leitin að sætinu sínu. Svo margir voru kandidatarnir að varla var pláss nema fyrir örfáa gesti, þeir sem mættu eftir kl.13:30 urðu að gjöru svo vel að láta sér hliðarsali nægja, athöfnin á breiðtjaldi. Ekki var fólk sérstaklega ánægt með það!
Sem fulltrúi kandidata flutti ég örlítið ávarp. Áður en athöfnin hófst fór ég þó upp á svið til að kanna aðstæður og viti menn. Púltið passaði ekki við konuna og gerði Kaaper mikla leit að hæfilegri viðbót fyrir fulltrúann, svo fólk myndi nú sjá eilítið meira en hárdúskinn. Í öllum vandræðunum vorum við rektor sammála um það að ég hefði átt að hafa með mér bláa mjólkurkassann, fræga, sem ég hafði mér til stuðnings á árshátíð KHÍ í febrúar(sjá hér). En viðbót fann Kaaberinn svo konan gat flutt ávarp sitt nokkuð skammarlaust. Var það svohljóðandi:

Ágætu kandidatar, rektor, kennarar og starfsfólkm, aðrir gestir.

Til hamingju með daginn.
Nú hafa nær 500 kandidatar verið brautskráðir og tekið við þeirri staðfestingu að hafa lokið námi við Kennaraháskóla Íslands.
Markmiðinu er náð.
Það er eins og að fyrsti skóladagurinn hafi verið í gær en á morgun verður haldið út á akurinn þar sem reyna mun á þá þekkingu og reynslu sem við höfum aflað okkur við Kennaraháskóla Íslands. Nú taka við ný markmið, ný verkefni, nýr skóli. Því þó að því námi sem við höfum stundað við skólann sé lokið tekur annað við. Hvernig við nýtum menntun okkar út í samfélaginu.
Á þeim tíma sem við höfum numið við skólann höfum við fengið tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, kynnst ólíkum einstaklingum, fólki með mismunandi bakrunn. En eitt af einkennum Kennaraháskólans er hin mikla samvinna nemenda sem leiðir til aukinnar víðsýni og umburðalyndi hvers og eins. En það er þessi fjölbreytni meðal nemenda sem gerir skólann að þeim áhugaverða kosti sem hann er og styður fjöldi kandidata það hér í dag.
Við höfum notið leiðsagnar góðra kennara og aðstoðar starfsfólks sem hafa kappkostað við að gera aðgegni og aðstöðu til náms sem besta.
Fyrir hönd kandidata vil ég þakka kennurum og starfsfólki fyrir samstarfið og um leið óska Kennaraháskólanum farsældar um alla
framtíð.

(The end)
Eftir vellukkaða athöfn var svo “Opið hús” í Safamýrinni þar sem félagar og vinir mættu til að samfagna með mér. Stóð hin virðulega stund yfir frá 18:00-21:30. Þegar klukkan fór að nálgast tíu þá var eins og þeir gestir sem eftir voru skiptu um ham og fljótlega hafði sérann skokkað yfir túnið, á hempunni og kom til baka vopnaður gítar sínum og söngheftum og var þá heldur látið í sér heyra.
Nokkuð löngu eftir miðnætti var Safamýrin yfirgefin og tekið til við snúninginn á Nasa.
Frábær dagur – frábært kvöld. Er þakklát öllum þeim sem litu við og skáluðu með mér!