Satellite Internet Service
Hit Counter

6/01/2004

Dagar koma og fara
Tíminn líður áfram á ógnvægilegum hraða. Kokkurinn í Safamýrinni er þegar komin í startholurnar um fögnuð útskrifar sem færist nær. Alltaf heldur maður að tíminn sé nægur. Og á endanum er maður á síðasta snúningi þó ætlunin hafi verið önnur. Ennþá er þó hugurinn út í New York. Mikið svakalega var gaman. Alveg þar til vísareikningurinn bankaði uppá algerlega óboðinn. Ljótur, langur og appelsínugulur. Hef aldrei verið hrifin af appelsínugulu. Skatturinn ætti að vera appelsínugulur. Leiðindarvesen að meirihluti rikisstjórnar skuli ekki vera appelsínugulur! Nei, kannski einum of! Eitthvað eru þessi skrif mín að fara út í bláinn (föttuðuð þið þennan??).
Hin góða helgi, hvítasunnan er um garð genginn. Var lítið sem ekkert gert nema hlaða batterí og setja í vél. Í vikunni fyrir hvítasunnu voru umræður barna um hvað þýddi “hvítasunnuhlegi” ein ung stúlka var fljót að svara*: “Það er svona helgi þar sem allir klæða sig í hvítt!” Voru orð dagsins.
En ný vinnuvika hefur tekið við og er búinn að vera mánudagur hjá mér í allan dag. Finnst samt að það sé fimmtudagur á morgun. Fríin fara alveg með mann!
Lítið annað til umræðu. Hér er vaknað, hjólað í vinnu, unnið, hjólað heim, undirbúinn næsti dagur. Hin eilífa hringrás.