Satellite Internet Service
Hit Counter

5/18/2004

Fréttir
Alveg eru fréttirnar dæmalausar þessa daganna! Forsetisráðherra skekur þingið með frumvarpi sínu (sem hann ætti að stinga í vasann og draga aldrei upp aftur!) við það kemur forseti vor heim. Þá verður forsetirsráðherra pirraður yfir afskiptasemi forseta og skilur ekkert í því af hverju forsetinn er ekki á djamminu með konungsfjölskyldunni í Danmörku. Umboðsmaður alþingis segir skoðun sína á skoðunum dómsmálaráðherra (sem mætti líka stinga í vasann og draga aldrei upp aftur) og fyrir það verður umboðsmaðurinn skammaður af forsetisráðherra. Þá verður fyrsti varaforseti alþingis alveg bit og skammast út af forsetisráðherra. Formaður vinstri grænna lemur í borðið og notar orðnin “drusla og gunga” (sem má alls ekki gleymast) og athugasemdir eru gerðar við vinnubrögð forseta alþingis!!!
Og á meðan á öllu þessu stendur fer fyrrverandi þingmaður suðulands, maður sem nýlega hefur afplánað fangavist sína vegna fjárdráttar (“BÍKÓ byggir fyrir þig”) inn í stjórn Rarik!!!!

Svona er sandkassaleikurinn!

5/16/2004

Laugardagskvöld
Þá er það búið. Júróvísjon! Þrátt fyrir stigin sem Ísland fékk eða fékk ekki þá stóð Jónsi sig með einstakri príði!! Söng lagið þrusu vel og tók sig vel út einn á sviðinu. Eflaust ekki margir íslenskir söngvarar sem geta það! Íslenska (fram)lagið er fallegt lag en hins vegar má alltaf spyrja sig hvort að lag sem slíkt eigi heima í þessari keppni svona ef maður spáir í þeim lögum sem voru í topp fimm sætunum. Svo er það þessi undanúrslitakeppni sem má kannski gagnrýna svolítið. Þau lög sem voru í keppninni á miðvikudaginn hafa fengið meiri spilun en önnur lög svo og að söngfólkið er búið að syngja á sviðinu fyrir aðalkeppnina og því kannski öruggara en hinir. Æi – hvað er maður að velta sér upp úr þessu! Ruslana vann – fjandi gott feginn að það var ekki hristingurinn frá Grikklandi!!

Ég fylgdist með keppninni í partýi hjá Drífu, hún á afmæli eftir nokkra klukkutíma. Við Birna voru þær einu í þessu partýi sem höfðu eitthvert vit á Júrovisjon – eða okkur fannst það allavega. Svanur var með nefin ofan í einkunnarblaði DV…..þar sem hann samdi sínar eigin reglur – sem enginn skildi.
Líða tók á kvöldið og Félagi með stóru effi mætti á svæðið – og þar urðum við sálufélagar þegar Svanur og Drífa drógu upp gítara sína og fóru að syngja og spila. Þau sundu…..spiluðu????.....veit það ekki. Nokk reglulega röltum við Félagi okkur út á tröppur og uppgötvuðum mikilvægi þagnarinnar!!!
Síðar var haldið í bæinn. Næturlífið skoðað, spjallað við fólk og tekin létt dansspor.

Glæsilegt kvöld!

P.S. Við veltum því fyrir okkur af hverju Ísland fékk ekki fleiri stig frá Danmörku. Gæti það verið vegna þess að forseti vor mætti ekki í hið konunglega brúðkaup. Oh, my god!!!

Myndir sem fylgja þessum pisli eru fengnar að láni hjá MAFÍUNNI