Satellite Internet Service
Hit Counter

5/13/2004

Júró – júró
Þá er komið að því!! Enn og aftur er Júróvísjón-bólan komin, hinn árlegi viðburður. Undanúrslit í kvöld. Mikið að undarlegum lögum svo sé ekki talað um sviðsframkomu! Og úrslitin svolítið undarleg líka. Mér fannst nú dansk/íslenski túlipaninn hefði átt að komast áfram. Ágætis lag, flottur galli – danst og íslenskur söngvari. Hin fullkomna blanda sem ekki fær að njóta sýn á laugardaginn.
Ég læt mig ekki vanta í júrógleðina á laugardaginn og mun ég fagna sigri Jónsa með Drífu og félögum! Júróvísjón djömm hafa yfirleitt tekist virkilega vel og virðist vera alveg sama hvernig Ísland stendur sig. Enda er málið að vera með!!!

Að endingu vil ég óska nýjum snillingi til hamingju með að vera orðin “bloggtengdur”.

Hér fara fram breytingar, eins og sjá má. Viðgerðir standa yfir!