Satellite Internet Service
Hit Counter

5/08/2004

Jæja! Þá er 3.maí liðinn. Dagurinn stóri. Pappírinn sem ræður úrslitum hvort að undirrituð útskrifist með B.ed.-gráðuna 12.júní kl.14:00 í Háskólabíói skilað inn. Það var undarleg tilfinning að rölta um ganga KHÍ s.l. mánudag. Fór með ritgerðina í bindingu hjá bestu bókabúð landsins, Bóksölu kennaranema við Stakkahlíð. Skilaði bókum á bókasafnið – svo ég fengi nú ekki skuld. Skilaði kennurum mínum efni sem ég hafði fengið að láni, greiddi skuld mína við Baunina, matsölu KHÍ og ræddi við samnemendur, kennara og starfsfólk. Góður dagur!

Fyrir þennan bjarta og góða dag eru dagarnir í móðu. Stress vegna punkta, kommu, línubils og efnisyfirlits hafði þjakað undirritaða eftir heimkomuna frá New York. En þar var háð ásamt vinnufélögum í viku, að kanna kennsluaðferðir í anda J.Dewey. Mikið var brallað, skoðað, sagt og gert. Gríðarlega skemmtileg ferð í alla staði. Fyrir utan, kannski, þegar ég hitti Jóhannes! Jóhannes kom í herbergi 615 algerlega óboðinn og á óviðeigandi hátt. Og var merkilegt hve hann Jóhannes náði mikilli athygli kvennanna í herbergi 615 og herbergi 613! Undirrituð horfðist í augu við Jóhannes í fyrsta skipti inni á baðherberginu árla morgun laugardags. Jóhannesi brá svo við óhljóð gestgjafa síns að hann þorði lítið annað enn að fela sig í handklæðabunka á gólfinu – á sama tíma hljóp gestgjafinn, undirrituð, öskrandi út af því heilaga og gat vart mælt stakt orð lengi vel. Herbergisfélagarnir vissu ekki hvur fjandinn gengi eiginlega á en fengu svo fréttirnar: Jóhannes var komin! Til útskýringar má þess geta að Jóhannes er kakkalakki! Lagt var nú á ráðin og voru nágranarnir úr 613 mættir til björgunaraðgerða. En svo fór að þegar Jóhannes var búin að jafna sig á óhljóðunum fór hann að líta í kringum sig og frá baðherbergisdyrunum sá hann ísskápinn - huggulegur samastaður! Og á meðan Jóhannes rölti í rólegheitum út af baðherberginu, inn í eldhúskrókinn og undir ísskáp, stóðu fimm öskrandi kvenmenn, ýmist upp í rúmum eða á stólum. Þá var nú hringt á herbergisþjónustuna og vinsamlegast beðið um að fjarlægja óboðinn gest undan skápnum. Og þar með voru lífdagar Jóhannesar allir. Eftir þetta var alltaf sofið með kveikt “inni hjá Jóhannesi”, baðherberginu!
Ég er nú ekki að segja að heimsókn Jóhannesar hafi verið hápunktur ferðarinnar – en góð saga!

Hef hafið vinnu! Það er gott. Nú reynir á hvort maður hafi lært eitthvað á þessum 3 árum. En alveg er merkilegt hve krakkar eru minnugir. Ég vann þarna síðasta sumar og átti það til að nota þann frasa:” nei, get ekki gert þetta – er ekki búin að læraða!” Í dag var ég að aðstoða nokkra krakka í fataklefanum. Ég bauð ungri stúlku aðstoð mína við að reima skóna. Hún lítur fyrst hissa á mig, brosir svo út að eyrum og segir:”Ertu búin að læra það núna?”

Góða helgi