Satellite Internet Service
Hit Counter

3/05/2004

Bæ-bæ-SKHÍ
Lista-og bjórkvöld var haldið í Kennó í gærkveldi. Lukkaðist ágætlega. Mitt næstsíðasta embættisverk frá stúdentaráði var að vinna við þetta afþreyingakvöld. Listagyðjan sveif yfir holtið og ljóðalestur, söngur og leiklist var í háveigum höfð. Bjórinn rann ljúflega niður kverkar stúdenta sem tóku sér frí frá námsbókum og nutu þessarar kvöldstundar. Gaman var einnig að sjá nokkra nemendur koma með skólatöskurnar, fartölvurnar og þreytusvipinn ofan úr tölvuverum skólans. Örþreyttir en ánægðir með gott dagsverk, sturta í sig tveim þrem öllurum, heilsa náunganum og tölta svo út í nóttina á vit drauma um kennslufræði.

Næstsíðasta verk mitt sagði ég áðan. Mitt síðasta er að stjórna fyrsta fundi Stúdentaráðs 2004-2005 og skila af mér lyklum. Ég vona að það verði sól þennan dag og hlýtt í lofti.

Annars er vettvangsnám hafið. Nú er komið að því. Stenst maður kröfurnar sem unnið hefur verið að sl. 3 vetur? Jah, Það ætla ég sko að vona.....og veit að bankinn vonar það líka.

2/29/2004

Ó-boj!
Þá er komið að því. Síðasti skóladagurinn liðinn. Liðinn í aldanna skaut.
Próf á morgun. Síðasta prófið í leikskólafræðum. Farið verður svo á vettvang og æfingakennsla stunduð næstu fimm vikurnar. Síðasta æfingakennslan. Eftir það tekur lífsbaráttan við. Ábyrgðin, kröfurnar. Útskrifaður leikskólakennari um miðjan júní og skal vera fær í flestan sjó. Kannski komin tími til að míga í saltan sjó svo hægt sé að segja frá því.
Undanfarin 3 ár hefur markmiðið legið að þessu – að útskrifast frá KHÍ. Og endapunkturinn færist nær og nær. Grípur um mann hræðsla og tilfinningin er sem sápukúla – bleik. Auk þess er störf í félagsmálum senn á enda runninn og hvað á mar þá að gera í frítímanum???

Lífið er krukka