Satellite Internet Service
Hit Counter

2/21/2004

Laugardagsmorgun
Biibbbb – biibbbb. Fyrsta hljóðið sem ég greini í svefnrofanum. Fyrsta hugsun: “Jésús, hvað mar er að verða gamall!!! Nokkrir bjórar í gær og það pípir í kollinum á mér.” Biibbbb-biiibbbbbbb. Skjögrast fram á bað, sannfærð að vera með timburmenn aldarinnar. Skelli í mig tveim panodíl og teyga tvö glös af vatni með. Staulast aftur inn í rúm og held um höfuðið á mér. “Sofa aðeins meir...þá fer þetta.” Síðasta sem ég greini er: Biibbb-biibbbb.

Á sama tíma situr höfuð fjölskyldunnar inn í eldhúsi og les laugardags Moggann að vanda og sötrar fyrsta kaffibolla dagsins.
Biibbbb-biibbbbb. Þögn. Biibbbbb-biibbbb. Faðirinn lítur hugsi upp og leggur við hlustir: Biibbb-biibbbb. “Hvað er þetta?” Hugsar hann og labbar um íbúðina. “Einkennilegt, heyri þetta píp allstaðar.” Biibbbb-biibbb. Athugar símana, engin vekjaraklukka er að hringa. Hljóðið ekkert hærra við dyr heimasætunnar sem liggur í “þynnkunni”. Sest aftur yfir Moggann. Biibbb-Biibbbbbbb. “Jésús! Ég er að klikkast! Ég er farin að heyra undarleg hljóð!! Nei, nú er ég sko hættur á kolvetnalausa kúrnum!! Hlýtur að hafa þessi svakalegu ákaverkanir! Biibbb – biibbbb.

Á sama tíma er húsmóðirin að taka úr þvottavélinni.
Biibbbb-biibbb. “Ha, er vélin farin að ýla?” Leggur við hlustir. Biibbbb-biibbbbb- biibbbbbbbbb. “Nei, þetta er örugglega bara eyrun á mér. Kemur ekkert á óvart.”

Tveim tímum seinna:
Ég vakna...aha- ekki þunn lengur. Stend á fætur og ætla mér fram. Biibb-biibbb-biibbb. “Nei!!! Er enn þunn! Og ég sem ætlaði að læra í dag, fjandinn.”

Hádegisverður:
Biibbb-biibbbb.
Móðirin situr og lætur á engu bera þó að hún sé komin með ofheyrnir. Enda ekkert hissa á því.
Faðirinn situr í öngum sínum og horfir á brauðið sem dóttirin borðar....fullt af kolvetnum!!! Og enn heyrir hann biibbbiiið.
Ég, heimasætan. Sit og reyni að láta ekki á neinu bera að hausinn á mér sé að springa af pípi.
Faðirinn: “Hemm... ég er að hugsa um að fá mér brauðsneið.”
Móðirin: “Ha!!!!! Hvað með kúrinn??”
Faðirinn: “Fylgja allt of miklar aukaverkanir.... það pípir í hausnum á mér!!”
Tvenn pör af augum stara á hann
Biiibbbb-biiibbbb-biibbbb-biibbbbb.

Í ljós kom að reykskynjarinn í næstu íbúð var að gefa sig og pípti allan daginn – og engin heima. Faðirinn, móðirin og heimasætan á endanum flúðu heimilið.!!

The End - biibbbb-biibbbb!!!.

2/16/2004

Endilega kíkjið á myndir frá árshátíðinni hér og líka hér. Mjöööög skemmtilegar.

Nú líður senn að því að skólinn renni sitt skeið. Ef svo má segja. Eiginlega líkur minni skólagöngu nú um mánaðarmótin þ.e. þá þarf ég ekki lengur að mæta í tíma - vei-vei-vei. En þá tekur hið ææææsispennandi vettvangsnám við og bind ég miklar vonir við að það verði með afburðum skemmtilegt. Að þessu sinni fáum við fimm vikur á vettvangi en undanfarin tvö ár hefur það verið sex vikur. Svo tekur apríl við með páskum og súkkulaði. Þá skal vinna vita látlaust að lokaverkefni og helst ljúka því fyrir mína komandi utanlandsferð sem er 20.-26.apríl. Hér til hliðar er að finna hið glæsilega hótel sem ég mun vera á ásamt mjög svo skemmtilegu fólki (meina það - er ekki að segja það bara vegna þess að ég veit að leikskólastjórinn minn les þessa síðu reglulega hehe!) en líka er hér linkur á einn þann magnaðasta skóla sem Bandaríkin elur.

En ég fer aldrei ofan af því að mjólk er góð.....fyrir alla!