Satellite Internet Service
Hit Counter

2/14/2004

Árshátíð KHÍ
Jæja, Nú er eitthvað lag að komast á þessa síðu!! Sem þýðir að magasýrurnar eru allar að koma til. Ætli það sé ekki vegna þess að árshátíð KHÍ er afstaðin. Já - ósköpunum lauk á þriðjudaginn. Mikið stress og taugaveiklun hafði umsetið flesta sem komu að hátíðinni en á miðvikudagsmorgun vissi maður vart hvað ætti að gera. Enginn kvíði - ekkert stress - bara skóli. Og þá kom það!!! Það var það sem ég gleymdi! Svo að nú verð ég að súpa seiðið af trassaskapnum í lærdómnum og er þessari helgi helgað lærdómi. Eins gott að Helgi og Helga koma ekki í heimsókn, ha - ha - ha!!

Á þessari margumræddu árshátið hélt ég örlítið ávarp. Til að ná athygli fólksins svo og að gera örlítið grín af sjálfri mér þá stóð ég á bláum mjólkurkassa við ræðupúltið. Og mikið svakalega var það gott!! Ég sá alveg böns yfir púltið og bara lengst út í sal. Ég var búin að lofa Félaga mínum með stóru effi að birta ávarp mitt hér á þessari síðu og hér kemur það: (Munið bara að ég stend á mjólkurkassanum !!)

Kæru árshátíðargestir.
Mér hefur nú áður hlotnast sá heiður að ávarpa nemendur og starfsfólk Kennaraháskólans en loksins geri ég það úr réttri hæð. Þetta er nú í síðasta skipti sem þið þurfið að sitja undir mínum ávörpum og fannst mér því tilhlýðilegt að nýta mér þennan stórfína mjólkurkassa til að lyfta mér upp í hæstu hæðir þ.e. meðalhæð íslenskra kvenna. Í upphafi var nú hugmyndin að standa hér á bjórkassa en þótti ekki tilhlýðilegt að láta bjórkassa lyfta sér í hæstu hæðir, því þá væri ég sultudrukkin og ekki myndi skiljast orð sem bærist úr þessum ræðustól.

Síðasta ávarp sem ég hélt var í Skriðu þegar forseti lýðveldisins hr. Ólafur Ragnar Grímsson kom í heimsókn. En þar er ræðupúltið svo stórt að ekkert sást í mig nema hárstrýið. Megin inntakið úr þeim pisli mínum forsetanum til heiðurs var að –við erum öll frábær. Ég gæti líka tekið þann pakka hér og haldið 45, mínútna ræðu þess efnis, samkvæmt dagskrá, en ég tel að þess gerist ekki þörf. Við erum frábær og vitum af því, horfið bara í kringum ykkur.

Enda megum við alveg halda það!. Það fólk sem lýkur námi við skólann tekur á sig stóra ábyrgð út í samfélaginu og gerir það vel og með miklum sóma. Maður hélt nú einu sinni að ábyrgð og stærð launaumslaga héldust í hendur. – Sjáum bara forstjóra Kaupþings eða alþingismenn. En þegar betur var að gáð er það aldeilis ekki raunin. Vissulega er nú huggulegt að geta raðað í kringum sig fallegum hlutum en það er annað og meira sem skiptir máli. Lífsfyllinguna er nefnilega ekki hægt að fá í Cheeriospakka. Hún fæst einungis með heilli sjálfsmynd, því að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum.
En það er einmitt það sem lærist í Kennaraháskólanum.

Því að það sem einkenni nám við Kennaraháskóla Íslands er sú mikla samvinna nemenda sem koma inn í skólann með ólíkan bakrunn og reynslu. Í skólanum er hafsjór ólíkra einstaklinga sem þurfa að vinna saman hvort að þeim líkar betur eða verr. En þegar á heildina er litið er það þessi samvinna sem eykur víðsýni og umburðalindi hvers og eins. En ef vel er að gáð er niðurstaða þessa pisls að - mjólk er góð!

The End

Annars fór þessi hátíð vel fram. Til að tryggja að minningarnar geymdust vel mundaði Kapteinninn myndavélar sínar og tölti um svæðið - eins og svarti sauðurinn - í gallabuxum og bol með bakpoka innan um velkáta, uppstrílaða árshátíðagesti.2/08/2004

Eins og glöggt má sjá eru tækniatriðin að angra undirritaða. Hafist verður við framkvæmdir um leið og magasýrurnar eru komnar í lag.

Takk fyrir