Satellite Internet Service
Hit Counter

1/30/2004

Spegill spegill
Leit í spegil, gerði nokkrar æfingar til að vakna, æfði brosið fyrir daginn og þá kom það. Eins og vera kýld í magann. Náði vart andanum. Greip um vaskborðið, skrúfaði frá kalda vatninu og skvetti framan í mig fersku, köldu vatni með skjálfandi höndum. Leit aftur í spegil. Fjandinn sjálfur.....þetta var þarna ennþá. Kom aftur og aftur þegar ég brosti. Betra er að vera sveppur en KleppurHRUKKUR!!!!
Auðvitað eru allir með broshrukkur en þetta var eitthvað meira. Þessar hrukkur voru ekki þarna fyrir nokkrum dögum. Hvað er að gerast???? Hljóp út í næstu Lyfju og verslaði mér hrukkubana. Hef verið að klína því í kringum augun undanfarið....... en ekki hverfa krukkurnar. Hef verið að velta því fyrir mér hvort að það sé virkilega eitthvað gagn af því að setja gúrkusneiðar á augun..... hef nú bara ekki alveg nennt því. Held áfram með hrukkubanann og safna svo bara fyrir strekkingu um fertugt. Sat svo á spjalli með vinkonunum og barst einhver þátt á stöð tvö sem fjallar um svona strekkingar og breytingar og læti. Þakka gvöði fyrir að hafa ekki séð einn þátt af þessu miðað við lýsingar vinkvennanna. Að húðinni sé bara flett upp. En veltum þó því fyrir okkur hvað sé gert við eyrun þegar svona andlitsstrekking á sér stað. Eru þau tekin af???? Er skorið í kringum þau???? Kom þá ein með ansi merkilega speki. Sagði að hárgreiðslufólk sjái fljótt hvort að konur – slass – karlar hafi farið í skrekkingu sem slíka. Málið er að hárlínan færist aftur!!!!!! Pælið í því!!! Hárið færist aftur á hnakkann – eins gott að safna hári, maður. Þar fór draumurinn um strekkinguna út um gluggann......tel það ekki smekklegt að vera með hárlínuna í hnakkanum!!!!! Nú verða bara keyptar ársbyrgðir af hrukkubananum. Hef unnið markvisst að því að minnka það að brosa......gengur ílla......út af dottlu.

Árshátíð KHÍ er að bresta á og er allt í húllum hæi í kringum hana. Undirrituð potaði sér náttúrlega í atriði 3ja ársins og finnst handrit okkar með afbrigðum fyndið. Nú er að sjá hvort að hinir 600 hafi gaman af þessari vitleysu sem við, nokkrar vel fyndnar, höfum soðið saman.


1/28/2004

Glæsileg uppgötvun!!!!!
Eins og komið hefur fram þá hef ég hafist handa við sprikl og púl í líkamsrækt. Nú skal eyða klappvöðvanum – fitt og fín þegar vorið kemur. Þess fyrir utan að fara í líkamsræktina – sem er bara fyrir konur(!!!!!) og hálf drepa mig af mæði og svita þá er þetta orðin þessi fíni samkomustaður. Undanfarna daga á ég í vandræðum með að halda tíma og koma mér út af stöðinni vegna samræðna. Þarna hittir maður alla sem kvenkyns er. Gamlar vinkonur úr gaggó – gamlir vinnufélagar – núverandi vinnufélagar – kennarar og samnemendur. Alltaf svakalega gaman að fara í sportið – um leið og unnið er á klappvöðvanum eru fengnar upplýsingar um gamla félaga og slúðursögur sem hægt er að smjatta á lengi vel.

Sportið er gott!!