Satellite Internet Service
Hit Counter

1/24/2004

Bloggarar
Eins og þið sjáið hér hægra megin á skjá þessum eru tíundaðir þeir bloggarar sem ég fylgist grannt með. Félagi með stóru effi er nýjasti meðlimurinn hér og er nemandi í Kennó. Og er drengurinn á Yngri barna sviði. Fjandi fyndinn og hress drengur sem afskaplega gaman er að umgangast. Hann á það til að vera með fjandans kjaft en eru það ekki allir mínir félagar hér á bloggi þessu sem eiga það nú til?????

Ég og félagi vor með stóru effi höfum lagt inn kvörtun til Sérans sem hefur ekki bloggað staf síðan í nóvember. Finnst okkur þetta til háborgunar skammar og ekki hægt að fá engar predikanir reglulega frá klerki.

Hanna mín skrifar götótt um lífið og tilveruna út í Ungverjalandi og svei mér þá, ef Vestrinn er ekki orðin ástfanginn. Allavega eru skrif hans viðkvæm mjög og vangaveltur hans sem nýung sæmir.

Kapteinninn er náttúrlega einn á báti. Skrifar um frelsið og símaleysið sem er náttlega alla lifandi að drepa!!!! Formaður eins virtasta félags allra heiða, Bokkuvinafélagsins, verður ávallt að vera í bandi og aðrir limir félagsins verða að geta ráðfært sig við manninn – annars verður formaðurinn að víkja úr stól sínum og hana nú!!!!!

Lífið er baka - gulrótabaka!

1/23/2004

Skáldskapur
Átti að vera að skrifa lokaverkefni í dag!! En var hálf slöpp eitthvað - út af dotlu - bjór og bolti í Kennó í gærkvöldi hhhheeemmm. Ráfaði um netið og átti í vandræðum með að festa hugann við eitthvað. Að endingu datt ég inn á Bragfræðivef Jóns Ingvars og áður en ég vissi af var ég farin að sjóða saman vísur eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Óttalegur leirburður en læt þetta þó flakka hér:

Næturdraumar

Sólin verndar geisla sína
Sekkur oní hafsins djúp
Dagsins löngun brátt nú dvínar
Dregur tunglið náttar hjúp

Augu leggur aftur, angi
Andar ró og friðar finn
Ljúfir draumar dvelur fangi
Dregur bros á angans kinn.

Svíf í svefni yfir hæðir
Sígur löngun þín og mín
Hugans fóstur lengi fæðir
Fyllir þanka drauma sýn.

“Ef ég einhvern tímann”, angi
einn í svefnsins huga flýr
eigi hverfur hvað þig langi
Hvað það sem í sjálfum býr.

Vakna verður upp með sólu
Varmur draumur hverfur brátt
Hugans fóstur heimt í skjólu
Hverfur þar til næstu nátt.


Gleðilega helgi

1/19/2004

Hallelúja!!!
Þá er Kapteinn búin að sigla í var og mættur á Íslands strendur. Átti gott lunch með honum sl. laugardag og skratti var nú gott að hitta kallinn aftur. Alveg jafn ruglaður, alveg jafn kátur, alveg jafn gáfulegur. Ekkert breyst að frádregnu litarhafti höfuðháranna. Segir að hafi komið yfir hann andi til að breyta til en bóndinn (ég) sjálfur heldur því fram að kall hafi rekist á nokkur grá hár og hreinlega tryllst. Hlaupið út í hverfisbúðina þarna úti í spánarsveitinni og verslað einn hárlit og ný skæri (en taka skal fram að þau voru hirt af Kapteini í tollinum).
Karlar spáðu í spilin þennan góða laugardag og eru ýmis málefni upp á teningum bændanna. Heimsvandinn leystur yfir kaffibolla og pólitísk mál afgreidd yfir ristuðu brauði.

1/18/2004

Ellin
Alveg er það ótrúlegt hvað maður finnur fyrir því að aldurinn færist yfir. Ýmislegt í fari manns er hægt að heimfæra á ellina. Ég meina, hvað er það að vera farin að lesa Moggann uppí á morgnanna? Hvað er það að geta ekki fengið sér örlítið í glas og verða vita rúmfastur næsta dag. Hvað er það að vakna fyrir allar aldir daginn eftir djamm? Og hvað er það að geta ekki lengur drukkið kaffi eftir kvöldmat því af því verður maður andvaka??? Ég vaknaði upp við þetta einn daginn að svona væri nú komið fyrir mér og held ég að ráð sé að fara setja sig á biðlista elliheimilanna.


Herbergisfélagi óskast!