Satellite Internet Service
Hit Counter

1/11/2004

Nú er bara alvaran alveg að bresta á. Fyrsti skóladagurinn á síðasta misserinu er á þriðjudaginn. Stundarskráin er töff að vanda og verða þeir tveir kúrsar sem ég á eftir reknir áfram á tveim mánuðum. Svo mun fimm vikna vettvangsnám taka við og svo lokafrágangur að lokaverkefni.
Sæmilega ánægð með útkomu úr prófunum – mar getur nú alltaf gert betur og veit alveg upp á sjálfan sig sökina. Lítið við því að gera.
Farin að skipuleggja fundi og aðra komandi viðburði. Helsta breytingin er kannski sú að konan keypti sér kort í líkamsrækt sem hefur verið hláturefni hjá mínum nánustu og bekkjarfélögum. Já-já. Konan spriklar og spriklar, hoppar og skoppar ásamt öðrum vöskum konum og er bara nokkuð ánægð með mig. Hinsvegar gleymdist alveg að taka það inn í spilið – strengina. Hef vart getað hreyft mig núna um helgina eftir allt skoppið í síðustu viku. En maður er nú að komast á þann aldur að þurfa að hugsa um skrattans skrokkinn og ég læt mig hafa það. Markmiðið er að fara í hoppi-skoppi tíma kl.6:40 á morgnanna – sjáum nú til hvernig það fer!!

Kannski að maður ætti að hafa strengt þau áramótaheit að hætta með ýktar yfirlýsingar. Hef þurft að éta nokkrar ofan í mig aftur. Hver man ekki þetta með uppgjafar hirðfiflið - konan sem ætlaði ekki að elta tískuna en sprangar nú um á támjóum skóm. Ekki löngu fyrir jól hélt ég gríðarlegan fyrirlestur um líkamsrækt - dilla og vitleysa held ég að ég hafi sagt í góðra vina hópi. Ein góð vinkona mín sagði mér hins vegar að það að geta viðurkennt mistök sín sýnir einstaklegan þroska. Ég greip þetta náttúrlega alveg glóðvolgt. Já - ég hef það mikinn þroska að eftir að hafa rakkað niður líkamsræktarstöðvar fer ég og kaupi mér árskort!!!

Ég er furðuverk!!