Satellite Internet Service
Hit Counter

11/10/2003

Hverjar eru nú helstu fréttirnar. Nú DV var næstum því farið á hausinn, en fann svo örfáar krónur í vasanum og náði að senda út nokkur blöð. Vísu var ekki nægur péningur eftir til að borga blaðberunum sjálfum enda eru það nú líka krakkaræflar sem hafa hvort sem er engin réttindi!! En, úpps, krónurnar búnar og hið mikla "æsifréttablað" gafst upp og fór að skæla. Þá kom riddarinn á hvíta hestinum, Fréttablaðið, og bjargaði DV frá glötun, dró upp nokkra krumpaða þúsundkallaseðla og greiddi út bölvunina. Blaðberarnir munu fá smá péning og ráðnir hafa verið inn "ferskir" ritstjórar. Ritstjórarnir eru kampakátir og ætla sér að gefa út rammíslenst blað í anda Pressunnar og fleiri blaða sem eru ekki á borðum vorum vegna þess að HALL'O!!!!! Þau fóru á haustinn. Gaman að þessu! Get ekki annað en hlegið! Gæti líka orðið svona úrdráttarrit úr útgefnum bókum vissra rithöfunda hmm - ehemm. Í stað þess að gefa út bók er hægt að gefa út DV hehe.

Nú hefur undirrituð fengið nóg af veðurguðunum, enda sjaldnast ánægð með þá. Hvurn ansk... á það að þýða að henda yfir mann þessa glimrandi blíðu þegar maður er rétt búin að pota nagladekkjunum undir??? Nei, sko, í minni gömlu góðu sveit var nú alltaf komin snjór á þessum tíma árs og er mér alveg sama þó að sveitin mín hafi verið lengst inn í afdal - nú skal snjóa!! Ég sem er búin að laga til snjóþrúgurnar og taka fram skíðagleraugun og alpahúfuna?? Svo gerist anskotanum ekki neitt.

Jæja, slæmt er það ef ég get ekki fundið neitt annað til að nöllast yfir! Hjálpi mér heilagir.
Tvær og hálf vika í próf - massa stuð og allt að gerast.