Satellite Internet Service
Hit Counter

11/04/2003

Alveg er undirrituð vita gáttuð á flugi tímans. Í fyrradag var september, í gær október en í dag nóvember. Ég fletti og fletti dagbókinni, alveg vissum að hafa hreinlega misst úr nokkrum dögum. Og eflaust, áður en ég veit af ranka ég við mér sitjandi fyrir framan jólatréð í jólakjólnum ekki í jólaskapi því Siv er búin að friða rjúpuna. Þar fóru jólin! Þar fór tilhlökkunin! Þar fór eftirvæntingin! Hefur það verið til siðs á mínu heimili undanfarin ár á minn kæri bróðir hefur smellt sér í veiðigallann, skell skotvopninu á öxlina og lagt í jólamatsleiðangurinn norður yfir heiðar. Alltaf hefur það síðan á einhvern undarlegan hátt verið tákn komu jólanna að sjá hvítfiðrið hangandi út á svölum. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir hversu villi mannslegt þetta hljóma er það verður að hafa það.
Strax er ég komin með áhyggjur af því yfir hverju karl faðir minn eigi að þusa yfir fyrir þessi jól. Hann sem er vanur að þusa yfir því að þurfa að hamflétta kvikindin út í bílskúr og koma inn með ketið og hálf fiðraður sjálfur. Og hvert skal nú umræðuefnið vera yfir jólamatnum? Vanalega velt vöngum yfir því hvað þessi rjúpa sé gömul – er hún yngri en þessi feita þarna? Eða hefur þessi verið mikið í lynginu eða á mölinni?
Ég bara veit það ekki! Spurningin um að hafa varann á og vera búin að skrifa niður hjá sér hugsanlegt umræðuefni yfir steikinni eða því hverju sem verður í matinn á aðfangadagskvöld. Ég hef mikið kvartað og kveinað yfir þessu hér heima og tilkynnti móður minni það (þegar konan var enn og aftur sokkin ofan í matreiðslubækurnar) að mér væri nokk sama hvað væri í matinn, ef ég fengi ekki rjúpu þá mætti mín vegna nætursaltaður með soðnum böbbum.

Fyrir utan áhyggjur af jólamatnum gengur lífið sinn vanagang. Stakkahlíðin á minn huga og mitt hjarta, menntunarfræði og kennismiðirnir. Forseti vor leit við í dag og var bara nokkuð brattur með sig. Vísu ekki með frúnna með sér sem okkur fannst lasti en urðum að kyngja því.

DV farið á hausinn, Idolið hefur klófest landann og ég hef ekki selt eina einustu sultukrukku!

Lifðu í lukku en ekki í krukku.......ha? Sultukrukku! (Má hlægja núna!)

Gleðilegan vetur og upp með nagladekkin!