Satellite Internet Service
Hit Counter

10/23/2003

Gróskan í félagslífi Kennaraháskólans á sér engin takmörk. Alveg er það ótrúlegt hversu margar nefndir og ráð er hægt að búa til og halda starfhæfu. Merkilegt nokk. Íþróttaráð, ferðanefnd, Listanefnd, árshátíðarnefnd, lagabreytinganefnd, Styrktarráð, alþjóðanefnd og Skólastjórafélagið Skarphéðinn. En óskapleg leynd hvílir yfir því félagi og vita vonlaust að fá nokkuð upp úr félagsmönnum hvað fer fram á reglulegum fundum þess félags. Annað slíkt leynifélag var stofnað á dögunum út í smók. Ber félagið nafnið: Allt eða ekkert og er mál manna að það verði gríðalega öflugt félag. Hugmyndir eru um að gera drög að skipuriti fyrir félagið svo og deiliskipulag. Svo eru einnig uppi hugmyndir að stofna nefnd innan félagsins sem væri sett hlutlausum aðilum, svokölluð Allt-nefndin. En svo er nú líka mál með vexti að ekki getur hver sem er orðið félagsmaður. Nei, inntökuskilyrði eru ströng og fara eftir þjóðfélagsstöðu, fjárráði, áhugamálum og verður að hafa einkennisorð félagsins að leiðarljósi - "Allt eða ekkert!" Þess má kannski geta að meðlimir félagsins eru í dag einungis tveir. Ekki verður gefið upp um hvað "allt eða ekkert" snýst en þeir sem áhuga hafa á slíkum einkunnarorðum geta vel giskað um hvaða málefni verið er að fjalla um á fundum.


Já, svona getur maður lengi bullað eftir langa og stranga skóladaga og er alveg ótrúlegt að það skuli ekki hreinlega vera búið að loka mann inni. Verkefnavinnan á sér lítil sem engin takmörk þessa daganna og keppist maður við eins og rjúpa með harðlífi að vera einstaklega málefnalegur, hugmyndaríkur, hnitmiðaður, efnaður visku og sköpunar í verkum sínum. En það er auðvitað mismunandi eftir því hvar áhugasvið manns liggur gagnvart málefni verkefnis. Vá hvað þetta er að verða mikið bull hjá mér. (Lít um öxl - athuga hvort mennirnir í hvítusloppunum séu nokkuð að koma).

Ég vil minna alla á að fara inn á heimasíðu K.Morgans!! Brilljant skrif um lífið í örlitlu spönsku þorpi. Slík lesning er mér sem Morganinn sé komin til himnaríkis, sérkennilegt fólk, smábæjarfílingur, náttúran, kyrrðin, friðurinn og gleymum ekki Kommunum!!! Kapteinninn hefur eilíft verið dásamlega skemmtilegur í skrifum sínum en nú slær hann alla aðra út með frábærum lýsingum.

Og enda ég þennan pistil á:

Suður um höfin.....
Góðar stundir

10/22/2003

Eitthvað er bloggsíðan orðin rykfallin og biðst ég forláts á því. Þankagangur - ábyrgð - vinna - lestur og almennur slappleiki hefur angrað undirritaða og hefur því ekki haft neina nöllalega löngun til að setja inn hér einhvern skáldskap og vitleysu.

Vaknaði í morgun klár og hress, hoppaði í föt og sagði bless. Stoppaði á dyraþrepinu og leit upp. Allt í einu áttaði ég mig á hve tíminn líður hratt þar sem allt umhverfið var umvafið myrkri og frostlykt í lofti. Og á leið minni í skólann raulaði ég lag sem kom einhverstaðar úr undirmeðvitund - Jólasveinar einn og átta glumdi í hálfssofandi kollinum. Platan rispaðist og lagið tók enda. Anskotinn NEi! Ég sem er mótmælandi snemmbúinna jólaskreytinga og vitleysisgangs. Og um leið keyrði strætó framhjá með stóra auglýsingu á rassinum......Jólahlaðborð!!!!