Satellite Internet Service
Hit Counter

9/08/2003

Svoleiðis hefur konan verið upptekin í sinni fingurbjörg að hún hefur ekki haft eitt einasta tækifæri til að röfla yfir heimsatburðum, jafnvel ekki hreppsfréttum!! Já, konan hefur bara varla litið í blað né horft á kassafréttirnar, enda varla furða, fréttirnar eru svo skratti leiðinlegar. Og búið að reka alla almennilegu fréttamennina á stöð 2 samt senda þeir manni tilkynningu í pósti að nú sé um að gera að borga tryggingagjald fyrir afruglarann!! Ég á nú bara ekki til krónu í smáu – eins og móðir mín myndi segja. Svo er búið að reka eina almennilega manninn á Skjá 1. Sá eini sem hefur náð svo skemmtilegum pólitískum umræðum í sjónvarpi, jah...bara síðan kanasjónvarpið var hérna um árið ( okey, soldið ýkt!!). Á hvað á maður að horfa?? Endursýndan “Maður er nefndur” síðan 1987?? Nei takk!!

Sá konu í dag sem var í mislitum sokkum, einum rauðum og hinum hvítum. Skratti slæmt....skárra væri það nú ef annar hefði verið dökk blár og hinn svartur....nei nei...rauður og hvítur var það og hana nú. Er ekki allt í góðu lagi? Ég gat látið þetta angra mig í alllangan tíma í dag....alveg þangað til ég sá strák með opna buxnaklauf.....(það er að vísu lygi en fannst bara fyndið að bæta þessu við).

En aðalgleðifréttir dagsins í dag að Lóa vinkona mín rölti upp á spítala í morgun og fæddi eitt stykki kraftaverk...lítil hárprúð stúlka leit heiminn fyrst augum um hádegisbil í dag. Alltaf hægt að efast um orðið lítil þar sem hún reyndist vera 16 merkur og 51 cm. Og mamman undir einn og sextíu!! Óska ég Lóu minni, Jónatani og Kamillu Rún innilega til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn og mun ég að öllum heilögum mætti reyna að ofdekra stúlkuna til hið ýtrasta.

Til Emmu Rakel:
Meyjan (23. ágúst - 22. september)
Hér er kominn einstaklingur sem vill hlutina í röð og reglu og er mjög íhaldssamur. Litla meyjan er að öllu jöfnu auðveld í umgengni, samviskusöm, dugleg og hlýðin en oft á tíðum alvörugefin. Skynsemi meyjunnar kemur fljótt í ljós og ef kæruleysi er ríkjandi í kringum hana er ekki ólíklegt að hún fari að siða fólk til í kringum sig og hafa vit fyrir því. Hún byrjar snemma að hjálpa til á heimilinu og er oft mjög handlagin. Hún er yfirleitt ekki mikið gefin fyrir að draga athyglina að sér og litil meyjubörn geta oft haft ofan af fyrir sér sjálf í langan tíma.
Birtist í Morgunblaðinu, 5. júlí 2000, Hvað segja störnurnar um barnið þitt?


9/07/2003

Eitthvað hefur blogg síðan mín orðið útundan undanfarna daga en vonandi verða nú breytingar á. Maður hefur nú bara verið í því að koma sér í stand fyrir veturinn og eyða svakalegum tíma í skipulagningar sem maður veit innst inni eiga eftir að floppa big time. En það er alltaf gott að skipuleggja sig og þá líður manni afskaplega vel með sjálfan sig....þangað til maður fattar að skipulagið hefur farið í hundana. En ekki er nú mikið skipulag hjá mér á þessum skrifum mínum.
Já, skólinn byrjaði á mánudaginn og reynir nú undirrituð að taka þetta síðasta ár alvarlega og reyna að fylgjast nokkuð vel með í tímum og svona........gallinn er bara sá á gjöf jarðar að einbeitingin er bara engin..... Eftir korterssetu í tíma er ég búin að fá nóg....vafra um á netinu og ræði málin við félaga mína á MSN-inu. Sem er gríðalega góð afþreying en tímaþjófur hinn mikli.
Fög vetrarins eru svo ekki af verri endanum; Aðferðafræði rannsókna (gríðalega spennandi.....), Siðfræði (ekki veitir af!!!), Menning og samfélag (bli), Einelti í skóla (nauðsynlegt), Þroskafrávik barna (yess) og ég veit ekki hvað og hvað. Maður getur endalaust á sig blómum bætt (jákvæðnin lekur af undirritaðri). Veit ekki alveg hvernig þessi setning kemur málinu við en góð samt.
Siðfræði er spennandi efni og alltaf góð til umræðna og hef ég sett mér það takmark að hrista verulega upp í bekknum mínum með íhaldsömum, öfgakenndum og (eflaust) ósiðlegum skoðunum....maður verður alltaf að skoða allar hliðar á málinu hehehe. Já, ég er púki og kvikindi og er stolt af því. En það er í svona fögum sem að “Fjólurnar” svokölluðu koma fram hjá fólki......þegar öfgakenndar en sannar sögur eru sagðar sem að fara fyrir brjóstið á fólki og konurnar jesúa sig í bak og fyrir og skilja ekki í mannvonsku heimsins.
Helstu gleðiefnin eru hinsvega sú að Margrét mín er komin suður og farin að brýna skærin, Ína mín komin líka og hef ég endurheimt Sérann frá 3ja heiminum. Allir nokkurn veginn á sínum stað þó svo að ég gæti náttúrlega nöllast yfir einhverju. Hef bara svo svakalegt JAFNAÐARGEÐ að ég segi “já og amen” við öllu og “vandamálin eru til þess að leysa þau” (búllsjhitt). Vá, hvað ég er hraðlyginn, ég get bráðum farið í framboð!!!!

Og af því að ég er orðin svona hraðlygin get ég sagt án þess að blikka auga að hér verður markvisst bloggað í allan vetur. Eflaust mun ég lauma mér inn á síðuna mína í einhverjum tímanum.

Gleðilega vinnuviku.