Satellite Internet Service
Hit Counter

8/02/2003

Gleðilega helgi öll sömul. Vonandi fara allir varlega um þessa guðsvoluðu helgi!!! Ég sit sem fastast í koti mínu og hreyfi mig ekki baun!!

En munið: Mjólk er góð.....íííísköld!

7/30/2003

Já, hehe, hér sést kunnátta mín við þetta blogg!! Ætlaði að skella hér fallegri mynd af gullmeðlimum Bokkuvinafélagsins en í staðinn kemur bara hér einhver vitleysi.

 • a href="http://auja.net/?v=14&o=49&l=184>
 • 7/28/2003

  Sá eini guðsmaður sem verandi er að hlusta á flutti í hrepp undirritaða á dögunum. Nú síðustu helgi var hann staddur á aðalfundi Bokkuvinafélagsins ehf þar sem hann var vígður inn í félagið. Mikil var gleðin og mikið ræddu þeir gárungar saman, Sérann og Morgan um hlutverk og skyldur klerka. Eitthvað hefur Séri fundist hann hafa misst sambandið við yfirmann sinn því í gærmorgun lagið karl af stað í klaustur. Mun hann stunda sínar íhuganir og reyna að ná betra sambandi við almættið. Skulum við vona að hann fái ekki bara talhólfið hahaha. Vil ég benda fólki á að hægt verður að fylgjast með Séranum á http://guyana2003.blogspot.com næstu þrjátíu daga.

  Með barmafullan bíl af vígðum veigum, fellihýsi gærdagsins (hústjald), Sir K. Morgan, messaguttann og hvuttann var haldið norður í land á eftirmiðdegi s.l. föstudag. Og hvert var tilefnið?? Jú, aðalfundur Bokkuvinafélagsins ehf. Á þessari bloggsíðu hefur oftar en ekki verið minnst á það gæða félag og flestir þeir spekingar sem ég hef minnst eða fjallað um eru meðlimir þess. Já, var blásið til aðalfundar í túnfætinum á Höfða, hjá Hvammstanga í Húnavatnssýslu. Í upphafi þessarar lýsingar minnar á fundi þessum ber að minnast Margrétar ráðskonu, blessuð sé minning hennar. Margrét var kvenskörungur mikill og söng yfir pottum sínum. Var bændum innan handa og jafnvel milli handa ef svo bar undir. Í hennar stað í Bokkuvinafélaginu kom Margeir, stórbóndi á Höfða og sýndi hann okkur gárungunum höfðinglegar móttökur og reiddi spúsa hans fram dýrindis grillmat, ættaðan að vestan. En krydduppskriftina var vita vonlaust að fá hjá kellu!!
  Áður en aðalfundur var blásin á þurfti að koma upp tjaldbúðunum, fellihýsi gærdagsins. Hélt bóndinn (undirrituð) því fram að hann vissi upp á hár hvað hann væri að gera og þessar 700 súlur sem þurfti að púsla saman væri barnaleikur. Þetta fór nú eitthvað á annan veg en eftir þrjá bjóra var fellihýsi gærdagsins loks upprisið. En eigi var það nú hægt nema með góðri hjálp tveggja spúsa og verður sérstaklega að þakka Ínfríði Skordal fyrir þá snilldaruppfinningu að tjaldið var víst á röngunni!!! Hófust svo hátíðarhöldin og skírteinum dreift á mannskapinn um stöðu þeirra í félaginu og lög félagsins lesin upp. Til að veisla þessi yrði sem fullkomnust var klerkur boðaður til að allar guðsvættir fylgdu okkur þessa kvöldstund og kom Séri á yfirferðatöltinu á fák sínum alla leið úr höfuðborginni rétt fyrir kveldmat. Tók svo við át og drykkja fram eftir kvöldi. Slík var húnverskablíðan að bændur sátu úti á bekk norðan við hús og hreyfðu sig ekki þaðan þó að þrumur og eldingar skóku himininn. Að vísu var það nú bara rigningarúði en hitt er miklu flottara í sögunni.
  Eftir átveislu mikla var svo gítargarmurinn tekinn upp en þá myndaðist ægilegur vandræðagangur og vissi enginn hvað átti að syngja né hver ætti nú að spila á gítarinn. Gékk garmurinn á milli manna og spúsa en á endanum var það Marri gamli, fussandi og sveiandi, sem hreyf til sín garminn og spilaði eins og karl hefði ekki gert annað undanfarin ár. Voru menn svo orðnir vel söngglaðir og var svo komið að undirritaður bóndi var komin upp á stól, með hendi við hjartastað, kyrjandi skagfirska söngva.
  Enn leið á dagskránna og var svo komið að vígslu inn í Bokkuvinafélagið ehf. Hélt undirritaður bóndinn tölu um klerk þann sem hafði komið töltandi fyrr um kvöldið og síðan tók háalvarleg vígsla við sem var framkvæmd af Sir Morgan, íklæddan klerksklæðum. Að vísu var Morganinn orðin fjandi ölvaður og því dróst vígslan á langinn þar sem þurfti að fjalla um löngu liðna tíma og var karl farinn að drekka hið vígða vatn bikarsins sem ætlað var Séranum. En allt tekur enda og loks var Sérinn formlega vígður inn í félag Bokkuvina. Óska ég honum hér enn og aftur til hamingju og vonast ég til að hann muni standa sig innan félagsins.
  Það sem skyggði á þessa gleðistund okkar þarna fyrir norðan var hve fáir félagar Bokkuvina mættu sunnan af heiðum og því vorum við í upphafi einungis fjórir meðlimir, að vísu lét einn sjá sig þegar komið var vel fram á næsta morgun en það telst nú varla með. Vona ég nú að þeir félagar sem ekki létu sjá sig verði verulega fullir og virkir á næsta fundi sem haldinn verður með haustinu.

  “Höldum gleði hátt á loft,
  helst það seður gaman.
  Þetta skeður ekki oft
  að við kveðum saman.”