Satellite Internet Service
Hit Counter

7/22/2003

Ja, ef það er ekki tími til að blogga núna þá veit ég ekki hvað. Langt er nú síðan síðast og hefur undirrituð sinnt venum og ættingjum einstaka athygli síðustu daga. Til að mynda skellti ég mér norðaustur í mína ættarsveit um síðustu helgi. Mikið svakalega var það indælt að keyra Skagafjörðinn, svaf nú Eyjarfjörðinn en mikið er þingeyjarsýslan falleg!!!!!! Og verður fallegri og fallegri. Melrakkasléttan aldrei verið fegurri og fuglarnir sungu dirrindí..nema krían. Ég heimtaði að fá að skella mér út á vötnin til að vita hvort ég fengi nú ekki silungsbröndu í matinn og lagði ég í hann ásamt móður minni sem er mikil veiðikona. Rérum við gömlum árabát og lögðum allmörg net í kvöldsólinni og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Næsta morgun var svo farið aftur í veiðigallann sem samanstóð af vindfötum no:L og stígvélum af frænda vorum númer 43!! Þessar fínu vöðlur. En út á vatnið var haldið laust við sólarupprás og vitjað um. Aðkoman var eigi fögur!!! Jú, ég uppskar þrjá þessa fínu gljáandi silunga en ásamt því fylgdu fjórir fuglar!!!! Helvítis fiðurfénaður alltaf hreint að skemma fyrir. Sem sagt, tveir lómar, annar á lífi sem móðir minni tókst að aflífa með særingum og meðan sat ég við árar og hélt fyrir augun!! Svo var þarna stærðar himbrimi en hann var nú sem betur fer dauður og virðist sem dánarorsökin hafi verið svimi þar sem netið var í einum hönk. Svo laumaðist þarna ein önd. Þessi veiðiferð vakti að sjálfsögðu mikinn hlátur og ein frænkan benti mér á að það væri fljótlegra að stunda fuglaveiðar með pístólu. Fylgir það ekki þessari sögu hvort að ég muni fara út í svo stórkaup en svona fór veiðiferð sú.

Framhald síðar.