Satellite Internet Service
Hit Counter

7/14/2003

Nú verð ég að biðjast afsökunar í bak og fyrir!!! Um leið og ég fór í sumarfrí þá fór að rigna....og hefur rignt svo að segja látlaust síðan. Ég sem var búin að sauma bikiníið, kaupa sólarvörnina, kaupa bækur fyrir sólbaðið, ný sólgleraugu ( sem minna fullmikið á Birgittu Haukdal en jæja...verður að hafa það) og ég veit ekki hvað og hvað. Og allur þessi útbúnaður liggur hér hreyfingalaust. Annað sem hefur valdið mér miklu hugarangri eru svalirnar hér heima hjá mér. Þessar glimrandi fínu svalir, tilvaldar til að sitja þar úti með kaffið og góða bók og skiptir þá engu máli hvernig veðrið er. En svo var hafist handa við að taka blokkargarminn í gegn. Með þeim afleiðingum að hér er byrjað að lemja og berja, fræsa og smúla klukkan níu á morgnanna og er hér enginn friður. Ekki einu sinni friður til þess að vappa um íbúðina á sloppnum með kaffibollann því verkamennirnir eru ALLSTAÐAR!!!!! Þannig að uppaf af hverjum degi fyrir sig er svo hljóðandi: “........negl-negl- hávaði í vélum - svefnpurkan ég sný mér á hina hliðina og set koddann yfir höfuð. .......fræs – fræs.....gól og garg..... ég sest snögglega upp, hárið eins og sprunginn hænurass og blóta svo að karlinn í neðra mundi roðna....skjögrast fram á bað......öskra upp yfir mig....ÞAÐ ER MAÐUR Á BAÐHERBERGISGLUGGANUM!!! Ráfa inn í eldhús til að hita kaffi og róa taugarnar er friður þar??? Nei,nei....allt í einu sé ég fætur labba fram og aftur hjá eldhúsglugganum.......ég öskra!!! Læðist inn í herbergi, klæði mig í garma og flý þessa íbúð sem vanalega er svo hljóðlát og notaleg. Svona er að vera í fríi!!!