Satellite Internet Service
Hit Counter

7/10/2003

Góðan dag, ágætu þjóðfélagsþegnar og þjáningarsystkini.

Eitthvað liggja lægðirnar yfir okkur þar sem allt umhverfið er orðið vita orkulaust og gúrkutíðin ríkjandi allstaðar. Allavega í fréttum er ekkert að frétta....nema þessi sem í Ástralíu sem gaf allt blóðið og danski dýralæknirinn sem fann brjóstahaldara inn í kú nokkurri. Jú....þetta eru helstu fréttirnar...já og grunuðu gæjarnir upp á velli sem enginn má tala við. Kúra sig undir verndarvæng forseta síns sem segir að það er ekkert ljótt að drepa.
Svona er gúrkan mikil að jafnvel undirrituð hefur frá frekar smáu að segja og eflaust taka aðrir bændur undir það með mér þar sem þeir eru jafnvel enn dræmari við að blogga en ég. Vestrinn hefur ekki bloggað í ár og daga og eitthvað er lítið hljóðið í Kapteininum. En til að svara hans síðasta bloggi að þá : Nei, minn kæri Kapteinn, B.I.B.L.I.A- lagið er ekki á söngskrá ritarans og mun aldrei verða. Árin í kristilegum sumarbúðum heima á Hólum hafa endanlega slökkt alla þá löngun að syngja eitthvað svoleiðis og má einni nefna : Gleði-gleði, Djúp og breið og Jesús er besti vinur barnanna. Þetta eru dæmi um lög sem ég söng á hverju sumri frá 8 ára aldri til 12 ára og svo síðar þegar ég var starfsmaður þessara sumarbúða. Eflaust einkennilegt að ég skuli ekki vera alveg rammtrúuð eftir alla þessa kristilegu lífsreynslu mína en......... Annars ætla ég nú síst af öllu að ræða um kristni né því tengdu. Maður verður að gæta orða sinna þar sem Sérinn les allt sem hér er skrifað. En honum annars til mikilla gleði verða sigló-göngin gerð....en það er nú samt svo langt í það að eflaust verða allir (10) farnir frá Siglufirði nema kannski Kristján Möller og bæjarstjórinn sem náttúrlega þurfa göng til að komast til Akureyrar í Sjallann.

Góðar stundir

7/09/2003

Jæja, enn standa látlausar viðgerðir á þessari síðu og eins og glöggir menn sjá hefur síðan fengið nýtt útlit.......en innlitið er það sama ho,ho,ho, hef ekki verið að sveifla græna pennanum og talað um hvað allt er “lekert”. Talandi um það!!! Þá var ég nú leið minni hér um daginn og í sameigninni voru tvær konur, rétt slefaðar yfir þrítugt, á spjalli saman. Önnur þeirra var að sýna hinni skó sem hún hafði keypt sér. En eins og margir vita er ég skófrík mikil og því fór ég nú að fylgjast með kellunum (forvitni???? JÁ!!!). Þá stynur önnur kellan upp á innsöginu:”nei, svakalega eru þeir lekert, ha??” Og ég hugsaði: “Nei, djö....verð ég svona eftir nokkur ár??? Því bið ég veni mína og vandamenn að lemja mig í hausinn þegar ég segi á innsoginu:”Svakalega er þetta lekert,ha?”!!! Ég meina, hver segir svona án þess að vera að grínast?? Annars hef ég ekki glóru af hverju ég var að láta þetta fara eitthvað sérstaklega í taugarnar á mér en þannig er það bara að ótrúlegustu hlutir geta verið ástæða til þess að röfla.


Eins og íslenskir ökumenn!!!! Helst karlmenn á miðjum aldri, komnir á jeppa!!! Maður er að labba í sakleysi sínu og nýtur þess að finna rigningardropana hlammast á enni manns og kinnar og um leið raular lítið kvæði sem fjallar um hve rigningin er góð. Algerlega í eigin heimi og ekkert Á að geta raskað þeirri innri ró sem gangandi vegfarandi á rétt á. Koma þá ekki kallarnir brunandi á jeppunum og passa sig...passa sig að keyra í hjólförunum svo að allir, þar á meðal gangandi vegfarandinn í eigin heimi, verði þeirra örugglega var!! Og hvernig verður hinn friðsæli gangandi vegfarandi var við miðaldrajeppann??? Jú, fær vatnsflóðið yfir sig!!!! Og þarna stendur friðsæli vegfarandinn, blautur upp fyrir haus, ekki lengur sérstaklega friðsæll og miðaldrajeppinn horfinn leiðar sinnar.
Annað mál um íslenska ökumenn. En það er ökuhættir úti á landi. Mér er spurn: Borga eigendur fellihýsa og tjaldvagna einhver sérstök aukagjöld til vegagerðarinnar eða lögreglu??? Hvar hafa þeir fengið þá hugmynd að þeir EIGI VEGINN???? Aka um eins og greifar á miðjum vegi, taka framúr á heilulínunni eða á brotalínunni en þá á blússandi ferð. Í minni gömlu sveit eru svona menn kallaðir Kolbrenndur og koma á vegum þess í neðra og ættu bara að halda sér þar......eða tjalda hýsum sínum heima í garði... og hananú!!!!!

En rigningin er góð.

7/07/2003

Ennþá standa viðgerðir yfir hér á síðunni: "Með ígrundun að leiðarljósi". En er ég í einhverjum vandræðum með að fá "head-erinn" réttann. Höfuðverkur vikunnar!!!