Satellite Internet Service
Hit Counter

7/05/2003

ÉG GET SVO SVARIÐ ÞAÐ......ÞETTA ÆTLAR ALDREI AÐ TAKA ENDA!!!!

Viðgerðum lokið!!!!

Jæja, nú hafa viðgerðir staðið yfir á þessari bloggsíðu og vonast ég nú til að þetta gangi hjá mér stórslysalaust. Athygli vekur að einungis einn aðili hefur komið að máli við mig vegna þessara leiðinda sem hafa angrað síðu mína og við ég þakka þessum lesanda sérstaklega fyrir áhugann og athyglina sem mín síða fær.


En hvað liggur annars á hjarta undirritaða? Mest lítið bara....dagurinn í dag var síðasti vinnudagur fyrir sumarfrí og eins og fram hefur komið getur tíminn liðið hægar en klukkan sjálf (djúpt maður!!!). Einn spekingur sem ég þekki fræddi mig um tímann á dögunum og fullvissaði mig um að það væri engin tími til!!! Ég ætla nú ekki að leggjast í nánari útskýringar á þessu enda mjög langt mál og verulega flókið. En ef svo er þá væri nú lífið eitthvað annað. Þá væri ekkert sem héti opnun né lokun og maður væri þá bara skratti frjáls. Því ef maður spáir aðeins í það þá erum við fórnarlömb tímans og hann heftir gjörðir okkar, hugsanir og langanir. En maðurinn þarf alltaf að hafa ramma annars fer allt í vitleysu, segja spekingarnir, og því okkur nauðsynlegt að “stemma” okkur af og vera svolítið eins og “litlir kassar á lækjarbakka”. En eflaust er ég endanlega búin að tapa glórunni núna og ætla að taka upp eitthvert þus, tuð og rammíslensk leiðindi.

Fjölskyldubönd okkar eru mikilvæg og sú tilfinning að finnast maður hlekkur í einhverri keðju veitir öryggi. Á dögunum skellti ég mér á fjölskyldumót. Sem eflaust er ekkert frásögu færandi en mitt nánasta skyldfólk er afskaplega frjósamt og því lifandis hellingur af fólki sem kemur saman einu sinni á ári til þess að kynnast, halda kynnum og styrkja böndin. Í minni fjölskyldu er það gert með því að spila golf!!!! Já, liðið kemur saman ákveðna rigningarhelgi og sveiflar spöðum í erg og gríð til að tryggja fjölskylduböndin.
Golf er ein sú merkilegasta íþrótt sem mannveran hefur fundið upp!!! Ég meina, hvaða rugludallur ákvað að það væri gaman að slá í kúlu? Og það fjandi litla kúlu??? Og svo eru það reglurnar maður. Maður verður að hafa með sér bók á við símaskránna til að vera ekki talinn svindlari því reglurnar eru svo gígantískar. Eitthvað hefur höfundur golfsins leiðst lífið ef þetta var það eina sem hann gat fundið sér að gera!!!! Það er spurningin um að “drepast úr leiðindum” . Og orðin og snobbið, jésús minn lifandi bara!!! Að fara holu undir pari, til dæmis..... eða hafa fengið “fugl”???? Svo svæðið þar sem skrattans kúlan á að fara á og ofan í eitthvert oggólítið gat heitir grín........ grín????? En það að hitta ofan í þessa skrattans holu er sko ekkert grín!!!!
En niðurstaðan af þessum pisli mínum er sú að ég fór 9 holu völl og týndi 5 kúlum og gera aðrir betur!!!!!

En þar sem ég er nú komin í sumarfrí og gleðin við völd mun ég reyna að skrifa hér inn það sem íþyngir huga minn næstu fjórar vikurnar og eflaust á ég eftir að finna meira þus og leiðindi sem ég get talað um.

Konan erlendis frá er innanlands þessa dagana og óska ég henni velfarnaðar á móðurjörð næstu mánuði. Velkomin heim Hanna!!!

Eigi er sigri náð með þolinmæði einni saman!!

7/04/2003

Nú er málið að gera við.....

7/02/2003

Eitthvad er thetta nu allt skritid....tekid til athugunnar!!

Heill sértu lesandi góður!!

Nákvæmlega í dag var ég spurð að því hversu oft ég “bloggaði” og svaraði ég galvösk minnst tvisvar í viku!! Hehehehehe......jájá, mikið til í því eða þannig.


Þessa dagana er vinnan mér hugleikin þar sem einungis þrír vinnudagar eru fram að mínu mánaðar sumarfríi og virðist hver klukkustund í vinnunni líða sem þrjár og því líður þessi vika á við heilan mánuð!!! Reyni ég eins lítið á mig og möguleiki er á og nýti mér mína kaffi og matartíma til hins ýtrasta. Þar sem flestir í vinnunni eru eins þenkjandi og ég eru umræðurnar afspyrnu skemmtilegar og ákaflega “súrar” á köflum.
Eins og umræðan um að “drepast úr leiðindum” barst í tal í dag. Ákaflega heillandi umræðuefni. Málið er: er hægt að líða vel en samt verið að drepast úr leiðindum? Er þá hægt að líða ílla en skemmta sér vel?? Reyndum við að setja þetta í samhengi við eitthvað gáfulegt......eins og sjónvarpið!!! Við sofnum oft yfir sjónvarpinu......er það ekki oftast vegna þess að okkur líður vel en dagskráin “sökkar” big time? Hins vegar ef þú liggur í sófanum og líður vel og þinn uppáhaldssjónvarpsþáttur er á skjánum sofnar þú þá?? Nei,nei....ef svo er erum við eflaust að tala um athyglisbrest og virkilegan skort á einbeitingu. En getur maður sofnað ef manni líður ílla og er að drepast úr leiðindum?? Jú, því þá er það flótti veruleikans!!! Og niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú að mjólk er góð!!


Ég leit inn á blogg Sérans í dag og sá þar leiðinda athugasemdir við að stjórnsýslan sé send út á land. Ég vil bara fá að koma þeim skilaboðum á framfæri að það er ekkert nema gott að dreifa stjórnsýslunni og gera þeim byggðafélögum sem ekki hafa enn lagt upp laupana hátt undir höfði og halda fólkinu í sinni heimabyggð. Auk þess má benda á að mannskapurinn út á landi er afspyrnu duglegt og verklag með mikilli prýði því ólíkt þeim sem hafa alist upp á mölinni hefur landsbyggðin þurft að fara til vinnu ungt að árum. Já lífsbarátta landans er óskapleg og því finnst mér nú að sérar sem alast hafa upp á hörðu malbiki vesturbæjar skuli ekki predika um hvernig farið er á málum í mínum heimahreppi og hananú!!!

Skín við sólu, Skagafjörður!!! Áfram UMSS!!!