Satellite Internet Service
Hit Counter

6/17/2003

gleðilega hátíð!!!

Lifi ljósið :o)

Kona erlendis frá skrifar:

"Eg hef verid ad lesa blog siduna thina mer til MIKILLAR skemmtunar, en mig langar ad oska eftir pisli um skotisku reykvikinga fyrir sumarid. Er thad satt ad bleikir tamjoir skor seu i tisku????? Thetta malefni er mer nokkur hugleikid thessa daganna, serstaklega thar sem eg hyggst kanna skobudir i London. Eg er alltaf svolitill utlendingur i reykjavik fyrstu vikuna thegar eg kem heim a sumrin, svo ef eg maeti i bleikum tamjoum skom lidur mer kanski betur ad fitta inni, onnur tisku tips vaeru vel thegin!!!!
Eg thakka theim sem hliddu"


Er nú ráð að svara bón þessari og hefst hér tískupistill bóndans:
Hér fyrir alllöngu þótti manninum ekki tillökumál að þramma um skóga og sléttur nakinn, án klæða, skólaus, án nokkurra áhengibúnaðar. En maðurinn er forvitinn og nýjungagjarn, uppátækjasamur og úrræðagóður (nema sjálfstæðisflokkurinn) og með tímanum tókst manninum að uppgötva að nekt er feimnismál og til að hindra sprungna fætur og sár vegna jarðarinnar fóru þeir að hylja fætur sínar líka. Allt gott um það að segja, tala nú ekki um hér á norðurhorninu þar sem veðravindar og hleypingar hafa angrað okkur frá ómunatíð. Og með enn meiri tíma og þekkingar mannsins fóru þessi fylgihlutir hans að skipta hann verulega miklu máli og eru menn jafnvel í vinnu við það að hanna og segja okkur hinum hvernig klæðum æskilegt er að klæðast og ganga á í hvert sinni. Í gegnum áratugina hafa nýjungar í tískunni skotist hjá eins og pílur og fyllt skápa þjóðarinnar að allskyns spjörum og skóm sem bannað er að henda en bannað er að nota eftir 4-6 vikur. Hins vegar hafa tískukóngar mjólkað hugmyndaheim svo svakalega að nú er farið hring eftir hring í tískunni og er sko eins gott að foreldrar manns og maður sjálfur (þeir sem komnir eru á þann aldur) hafi ekki hent neinni tískuflík í gegnum árin.
Jú-mín kæra. Támjóir, litríkir skór eru í tísku í dag!!! Nú eru það litirnir sem gilda, og helst skal samsetning flíka vera í sem flestum litum regnbogans, jafnvel skórnir eru í öllum regnbogans litum. En þessir támjóu skór sem hér er fjallað um eru móðins í mismunandi útgáfum: Miðháir pinnar með mjórri og langri tá, Verulega háir pinnar (ekki innifalin slysatrygging) með mjórri og langri tá og svo eru það flötu skórnir...... mjög þröngir (helst þarf að skera af hæl og litlu tá), efnislitlir yfir ristina og botninn nánast ekki neitt (ekki ætlaðir fyrir göngu að neinu tagi). Hér kemur eitt sparnaðarráð....draga skal fram gömlu tátiljurnar sem notaðar voru í leikfimi hér í eina tíð, bera á þá bleikan/sægrænan eða appelsínugulan skóáburð og þá er maður móðins.
Hvað varðar önnur klæði skal taka til í fataskápnum og setja saman einhvera múderingu sem passar EKKI saman....en það er inn. Má einnig nefna öll föt sem falla undir tísku 1985!! Jú stuttupilsin, netasokkarnir og grifflurnar þykir með því flottara í dag. En ekki má heldur gleyma öllu sem flokkast undir “hermanna...”

Leitt þykir undirrituðu að segja að rúllugragatrend hennar náði ekki inn fyrir náð og miskunn hátískunnar en hún hefur ekki dáið ráðalaus en hefur hafið gúmmítúttutrend!! Já nú er hægt að fá gúmmítúttur í mörgum litum, grænir, bleikir, rauðir....afskaplega þægilegt skótau sem hentar við margar og mismunandi aðstæður. Því mæli ég nú bara með því, mín kæra, að þú geymir skókaup þín þangar til heim er komið og ég skal persónulega aðstoða þig við gúmmítúttukaupin niður í Erlingsen!!
Óska ég þér, mín fagra, góðrar heimferðar og gæfu (á ekki kæfu,,hahaha) um ókomna tíð.
Góðar stundir