Satellite Internet Service
Hit Counter

6/13/2003

Með slíkri blíðu og sól í hjarta og sinni er vita vonlaust að hanga inni yfir tölvuskrímslinu heldur eru menn hoppandi og skoppandi um grund og sker.
Rúllukragatrendið virkaði ekki alveg og hefur undirrituð alveg hætt við það. Kom á daginn (þriðjudaginn) að rúllukraginn á ekki alveg saman við veðurblíðuna. Því tilkynnist hér með að rúllukragatrendinu verður frestað fram á haust....!! Þar sem ég var nærri dauð úr hita í rúllukraganum og tel það því heilsuspillandi og jafnvel hættulegt að svo stöddu.

Eigandi að bloggi þessu hefur stundað kaffihúsin að miklum metnaði síðustu daga og stefnir allt í það að svo haldi áfram. Svo verður tekið mánaðarfrí í júlí og átti helst ekki að gera neitt en eitthvað virðist það plan vera að falla um sjálft sig og aðra þar sem margir og miklir viðburðir verða í þeim herrans mánuði og verður Bóndinn á ferð og flugi um dali og sker. Stendur til að Vestri, Bóndinn og Kapteinn verði með svefnpokana og prímusinn norðanlands, Bóndinn ætlar á ættræðislóðir um tíma (áfram Riben) að anda að sér söltu sjávarloftinu og svo er Unglistahátíð á Hvammstanga 23.-27.júlí n.k. og væri nú ekki amalegt að skella sér þangað og þiggja kaffisopa hjá bændum þar. Svo er nú hugur farinn að hugsa til Verslunarmannahelgar og veit undirrituð ekki baun hvað verður gert þá en allar hugmyndir eru vel þegnar.

Nú er “litli föstudagur” samkvæmt dagatali Sérans og fer nú í hönd undirbúningur fyrir komandi helgi þar sem blásið hefur verið til veislu á dekki Kapteins og verða heimsmálin, að vanda, rædd og spáð í spilin (og glösin). Á þetta víst að vera “undirbúningsvinna” fyrir komandi tjaldferðalög og eru bændur að fara að bera saman bækur sínar – hvaða helgar henta best og svo framnesvegis.

Hinsvegar verður laugardagurinn helgaður Brautskráningu KHÍ og mun ég vísa höltu og hrumu fólki til sætis um leið og ég öfunda þá sem eru að taka við B.ed. plagginu. En jæja...bara einn vetur eftir....ljómandi.

Lífið er lukka og sólarvörn no:10.

6/08/2003

Fyrsta má: Séð og heyrt!!! Þvílíkt merkirit sem það er og hve merkilegt fólk er í því. Maður þarf ekki meira en að fletta Séð og heyrt einu sinni og þá veit maður allt um þotulið landsins, skemmtanir þeirra, hjóna-skilnaðar-og sambandsmál, klósettferðir og innkaup á snýtipappír. Þó var eitt í síðasta tölublaði sem vakti athygli mína (mjög svo frásögu færandi). En það er atorka forseta vors og konu hans. Fékk þá hugmynd að forsetinn hafi hitt Kára Stefáns á laun og þeir bruggað klónun á karli og konu hans því þau voru bara út um allt í síðustu viku....ef marka má Séð og heyrt!! Makalaus kraftur þarna á Bessastöðum....ætli það sé extra-vígt vatn í krönunum???

Annað mál: Strætó.....alltaf gott umræðuefni...getur komið í staðinn fyrir að tala um veðrið....leiðirnar eru ekki leiðir heldur leið!! Og hvað er þetta með 220 krónurnar??? Hver gengur með 220 krónur á sér. Maður hefur 200 krónur..ókey....hugsanlega 250 krónur en ekki 220 krónur. Hversu mikið er Strætó að græða á þessu???? Heilan helling þar sem fullt af fólki greiðir 250 krónur og jafnvel 300 krónur ef í hart fer (hefur komið fyrir undirritaða). Ekki fær maður að borga 200 kall neeeeiii – það má ekki, bara borga of mikið!! Eini kostur Strætó er lesefnið sem sett hefur verið í hlekkjum við sætin...maður getur þá stytt stundir sínar við lestur en auk þess kemur þar líka lasti á....... maður getur hreinlega gleymt sér í lestrinum og misst af stoppistöðinni.

Þriðja má: Rúllukragapeysur!! Sérdeilis glimdrandi uppfinning, bráðnauðsynlegur klæðnaður. Hef ákveðið að gera Rúllukragapeysur að “trendi” næstu.....svona.....tvær vikurnar og vonast ég til að lesendur taki undir með mér og dragi nú fram sínar og verði þátttakendur í “trendi mánaðarins” (gott slagorð??? veit það ekki). En rúllukragi skal það vera elskurnar þar til annað verður auglýst.

Fjórða mál: Karlinn í Vestri hélt upp á afmæli sitt í dag...ári eldri sá gamli!!! Var hann nokk brattur og fengum við okkur dinner saman félagarnir þrír ásamt fylgdarmanni. Vil ég nota tækifærið og óska Vestra mínum til hamingju með daginn og megi hann eiga notalegt og ljómandi framtíð. Heill þér Vestri!


En munið: Mjólk er góð.