Satellite Internet Service
Hit Counter

5/30/2003Þeir sem þekkja til skrifa bóndans í gegnum árin muna nú eflaust eftir þeim hugleiðingum og áhyggjum sem bóndinn hafði á vináttu og þeim tíma sem vináttan hefur fengið eða réttara sagt ekki fengið.

Hér er vintað í bréf bóndans til félaga Bokkuvinafélagsins sem sent var út í gamaldags bögglapósti hér um árið:

...Nú get ég ekki lengur á mér setið og rís því upp og mótmæli kröftulega. Í eina tíð voru meðlimir félagsins fullir eldmóði, uppátækjasamir og villtir. Í þá daga héldu menn fundi sína oft og reglulega með mikilli gleði og krafti. Svo fóru menn að hellast úr lestinni og hurfu í víking á vit ævintýra. Allt gott um það að segja en nú eru allir víkingar vorir snúnir heim fullir visku og þroska. Því tel ég það hið undarlegasta að allra helstu meðlimir þessa virta félags hafi ekki getað hliðrað til húsverkum til að sinna sínum félagsstörfum!!
...Er tími vináttu liðin? Erum við flognir svo langt frá hvor öðrum að erfitt sé að setjast niður saman? Er tími metnaðar og hégóma orðin okkur yfirsterkari? Nei, það tel ég ekki vera.....

Jú – þetta skrifaði bóndinn, ritari Bokkuvinafélagsins, hér um árið og var sá harðasti í að menn skildu halda hópinn og sinna náunganum. Þegar ég hinsvegar les þetta yfir núna...nokkrum árum síðar...sé ég að það er ritarinn sjálfur sem er aðeins að klikka á baráttumálunum.

Sú ástæða sem fékk mig til að velta þessu aftur fyrir mér er sú að eins og aðrir bændur vita hef ég verið með afspyrnu upptekinn og sinnt félagsmálum að krafti í vetur ásamt skólanum og alþjóðasamstarfi...nú....oft á tíðum hefur síminn hringt út hjá mér og fengið skilaboð og alltaf á að svara til baka en alltaf dragast þær áætlanir á langinn.
Svo fékk ég SMS hér einn daginn sem hljóðaði svo: ER EINHVER VIÐ Í ÞESSU NÚMERI? Þetta SMS kom frá einum af heiðursmeðlimum Bokkuvinafélagsins og félagi bóndans til margra-margra-margra ára. Bóndinn varð miður sín og áttar sig nú á hvurslags déskotans dóni hann hefur verið. Tími vináttunnar er ekki liðinn og hefur bóndinn rækilega fengið spark í rassinn frá ráðskonunni Margréti og vona ég heitt og innilega að heiðursfélagar Bokkuvinafélagsins taki við afsökunarbeiðni ritarans.

En nú er líka komið sumar og bóndinn er eins og kalfarnir á vorin hoppandi og skoppandi um grænar grundu og eflaust hægt að tjóðra bóndann niður fyrir kaffibolla.

Ég átti svo ágætis spjall við aðra ráðskonu að norðan sem senn flytur suður í eðalhreppinn og höfum við ákveðið að skipuleggja sérstaka fundi fyrir heiðursfélaga Bokkuvinafélagsins.

Kæru venir: Bíðið og sjáið til!!!!

Áframhaldandi tuð um rusl.....

Skellti mér í búð í dag..sem er svo sem ekkert merkilegt....á þetta til annað veifið. En málið var það að ég til dæmis verslaði mér eitt stykki varasalva og s.s. einn tannbursta ásamt hinum og þessum snyrtivörum sem nútíma konan þarf á að halda. Jæja... ég rogast sem sagt heim með fullan poka af hinum ýmsu vörum og toga pokann upp hverja tröppuna upp á fjórðu hæð og þurfti að hvíla mig vel og lengi eftir þetta ferðalag. Nú svo var farið að týna upp úr pokanum...allt saman lífsnauðsynlegar vörur...og eins og lög segja til um er hver einasti hlutur vel inn pakkaður og svona...ekkert loft né skítur á að komast í vöruna.. En þegar ég var svo búin að þessu öllu saman þá kemur það í ljós að ég hef nánast ekki keypt neitt...en ruslapokinn var FULLUR af umbúðum!!!! Er það þess vegna sem einn helv...tannbursti er álíka dýr og stór bjór á krana?????

Já ég segi það enn og aftur...áfram Sorpa!!!

Endilega lesið svo sögur Sérans.....ákaflega skemmtilegar.

5/27/2003

Jæja – Júró á enda og bömmerinn maður – bömmer!! Hún Birgitta stóð sig með mikilli prýði og var bara nokkuð ekki hjólbeinótt!! Var svona sérdeilis glimrandi með þetta allt saman... fyrir utan kannski gítarsveiflur gítar-og bassaleikara sveitarinnar sem mér fannst með afburðum hallærisleg en eflaust í takt við júró-stílinn. Bakraddirnar voru nú líka soldið strendar í peysunum segi það ekki en allt í lagi sætti mig alveg við þetta.
Spánska skutlan alveg heillaði mig upp úr skónum...dressið-lúkkið-lagið-dansarnir allt saman. Ég sat í kytru Vestra og vorum við sammála um það að þetta lag ætti nú að vinna því Vestrinn verður á Spáni næsta vor og því kjörin útskriftarferð fyrir Bóndann á júróveislu á Spáni en svo kom nú norski draumurinn.... svona líka ljóshærður og sætur með þetta fína lag sitjandi við píanóið. Og ef starfsheiti hans var ekki plús þá veit ég ekki hvað.....alger uppskrift!! Svo komu bara einhverjar gargandi meyjar í lífstykkjum með einhver hangandi slör um sig alla og vinna skrattans keppnina. Jesús minn almáttugur!!! Þá var mér nóg boðið og hellti í okkur Vestra enn einni rauðvínsflöskunni. Aðvitað gvöðs lifandis feginn að Rússnesku lessurnar komust ekki hærra... var fyrir svakalegum vonbrigðum með það atriði....lagið lélegt....söngurinn með afbrigðum slakur og sviðsframkoman.....hvað var það???????

En Birgitta stóð sig best......ekki búast við að ég segi þetta aftur en staðreynd er staðreynd.

Annars er Bóndinn bara að sinna barnaskaranum og má heyra börn á aldrinum 3-6 ára raula okkar ágæta framlag til júró með mismunandi hreim og texta en það er viðleitnin sem skiptir máli.

Heyrst hefur að Snúðurinn sé komin með íbúð í vesturbænum og hlakkar bónda mikið til þegar hinn gamli góði félagi kemur suður í haust.....og verður eflaust hægt að ná í hann í síma þar vesturfrá n.k. haust og vetur. Snúðurinn ætlar að sérhæfa sig í fæðingarfræðum sem er sérdeilis ljómandi og veit bóndinn vel að karlinn á eftir að rúlla þessum kerlingum upp þarna í háskólanum.

Dagur er að kveldi komin og hefur bóndinn verið í því að moka út úr holu sinni öllum þeim óþarfa sem hann telur sig hafa sankað að sér í gegnum tíðina. Að vísu er ég alltaf jafn hissa á því hversu magnaður ruslagámur herbergi manns getur orðið. Ómerkilegir bréfasneplar hafa á einhvern undarlegan hátt orðið manni hjartfólgnir á einhverjum tímapunkti en þegar farið er svo í gegnum draslið mann maður engan veginn af hverju lestarmiði í Danmörku eða kvittun úr 7/11 í Grikklandi hefur skipt mann svona miklu máli. Jafnvel misheppnuð jólakort fylgja manni enn þó að desember sé fyrir lifandis löngu liðinn.

Áfram Sorpa!!