Satellite Internet Service
Hit Counter

5/22/2003

Nú verður bóndinn að koma áhyggjum sínum á framfæri!!
Maður fer í burtu í eina viku og þegar heim er komið er allt einhvern vegin öðruvísi en það á að vera. Herra Ólafur stekkur á stað og giftir sig án þess að nokkur vissi af, Davíð ætlar að láta mjúka, þægilega forsetaráðherrastólinn sinn í hendur Halldórs eftir 15 mánuði, júró í blóma og svo ekki sé minnst á undarlega hegðun minna bloggfélaga. Tölum aðeins um það!! Byrjum á K.Morgan...... allt í einu er hann upp um fjöll og dali ríðandi sunnlenskum fákum og talar um náttúruna og gúmískóna. Sérann er að springa úr einhverjum bjartsýnisköstum og allt er eitthvað svo æðislegt og yndislegt að flíspeysan og klossarnir stigna í stúf við skapið. Segi nú ekki að það sé gott að einhver er í sífellu gleði-bjartsýni skapi, neita því ekki að ræður Sérans hafa létt mína lund síðustu daga en maður verður nú samt að skjóta aðeins á karlinn. Svo er það Vestrinn...... alveg kolfallinn í eitthvert málfræðistúss og skrifar um málshætti og þýðingar, útskýringar á orðum og ég veit ekki hvað og hvað.......nei nú er mál að fara að hóa mannskapnum saman yfir glasi og lesa rækilega yfir þeim og segja þá frægu setningu leikskólakennarans: “þetta er ekki í boði!!”

Annars er ég farin að vinna á leikskólanum Garðaborg og er það hreinlega himnaríki.... eins og að koma heim. Spurningar barnanna eru alltaf jafn áhugaverðar og ögrandi og vangaveltur þeirra nær engum takmörkum.......hvar á lífsleiðinni stoppar þessi einstaki hæfileiki....forvitnin????

Munið: Sólarvörn no:10!!!

Sælt veri fólkið.
Jú – bónda hefur tekist að sigla heim yfir hafið mikla frá borginni Sofiu í Búlgaríu. Þessi vikuferð hefur verið með eindæmum skemmtileg, fræðandi, gefandi, þiggjandi, þreytandi, spennandi og svo framnesvegis og svo framnesvegis!!
Neita ég því eigi að baugar og úfið hár (svo sem ekkert nýtt) einkenna bóndann þessa daga því heim var komið á mánudag eftir tveggja daga ferðalag heim og við tók vinna í gærmorgun á leikskólanum Garðaborg.
Ferðalagið heim var – jú- langt og erfitt. Flogið var frá Sofia til Þýskalands og var svo tæpt á fluginu hjá okkur að við fengum einkadræver sem skutlaðist með okkur fram og aftur um flugvöllinn þar til rétta vélin var fundin. Var þá ferðinni heitið til Kóngsins Köben þar sem undirrituð er nú farin að kunna ágætlega við sig þar.... þekkir orðið helstu staðina og svona. En skunduðu íslensku bændurnir beint inn á næsta Hard Rock til að fá sér eitthvað almennilegt í gogginn. Eftir að hafa gúffað í okkur lifandis ósköp af ætilegum og bragðmiklum mat lá leiðin til íbúðar ráðstefnuspúsunnar því bóndinn hafði þar lyklavöld og fengum við að halla okkur þar og hrutu bændur hátt þá nóttina. Næsta morgun var farið niður Aðallestastöðina þar sem við bændur áttum stefnumót við danskan sendisvein ráðstefnuspúsunnar sem varð að taka húslyklana og fengum við okkur saman staðgóðan morgunverð – kaffi og kleinuhring!!! Og svo var bara lagt í hann heim á frónið og mikil ósköp var bóndinn kátur að snerta sína móðurjörð og yljaði það hans veika hjarta í gærmorgun er bóndinn tölti til vinnu og fann lykt af nýslegnu.....minnti svo á sumarið og miðnætursólina og ís og ég veit ekki hvað og hvað. Var það því léttur og kátur bóndi sem tölti til vinnu þennan fagra þriðjudagsmorgun.

Í dag er miðvikudagur................(eftir umhugsun)...... fimmtudagur á morgun sem þýðir......flöskudagur þann næsta og svo júró-spúró þarnæst. Jes-Jes