Satellite Internet Service
Hit Counter

4/25/2003

Er Höfðabóndinn á strendur Íslands aftur komin og bara ansi lukkulegur með það.
Held að karlinn hafi bara skemmt sér vel ú danaveldi en alltaf er gott að koma heim í túnfótinn sinn og anda að sér íslensku fjallaloft jafnvel niðri í miðbæ Reykjavíkur.

Afslöppuð og fín eftir vikudvöl erlendis hefur virkað sem afslöppunar og/eða sem vítamínsprauta og mæti ég tilbúin í enn eina stresstörnina. En ekki var samt bara setið heima á komudaginn. Með aldrinum verður maður skilyrtari og þörfin fyrir fasta rútínu og sama umhverfið verður meiri. Var því bjallað í ST’ÓRvenin Óskar og farið á knæpu. Voru heimsmálin rædd fram og til baka og alltaf erum við jafn fullkomin og hinir ekki. Á Hverfisbarnum dró svo til tíðinda þegar K.Morgan leit við ásamt Vestranum en honum var kippt með af annarri knæpu. Urðu fagnaðarfundir bændanna gríðarleg og var tekið til við að skála og ræða um sprettuna og sauðburðinn. Var Stórveni höfðabóndans tekið með opnum örmum inn í umræðuna og voru bændur tveir, Morganinn og venurinn farnir að ræða um hvort þeir hefðu einhvern tíma siglt saman eða tekið á skepnum í einhverri réttinni svo fór vel með þeim. Snart þetta veiklundað hjarta Höfðabóndans sem vill ekkert síður en að öll dýrin í skóginum séu vinir.

En á SKHI sit ég núna, ætti að vera heima hjá mér að læra en forgangsröðin hefur færst til undanfarið. Hef ég verið að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum ég hef getað komið mér í þessa aðstöðu og í allt þetta kvabb og vesen sem ég hef svona svakalega gaman að. Af hverju er ég ekki eins og hinir? Horfi beint fram, hef mestar áhyggjur af því í hvaða sokkum ég ætla að vera í í dag og sinni ekki hagsmunum neinna nema míns eigins?4/21/2003

Já kæri Vestri, þú verður bara að sætta þig við það að það er fólk sem vill tala um pólitík, jafnvel þó að sami hluturinn sé sagður aftur og aftur. Þú bara lokar eyrunum fyrir því.

Kveðja frá Köben

4/20/2003

Gleðilegan páskadag, allir saman!!
Byrja skal á því að ræða um málefni á bloggi Kapteins. Elsku kallinn!! Leitt finnst mér að heyra að sett er ofan í við þig vegna pólitískra skoðanna þinna. Hverju mannsbarni er það leyfinlegt að hafa sínar skoðanir og á okkar fína fína fróni er víst eitthvað í sáttmálanum sem kallast málfrelsi og skaltu ekki hlusta á svona og láta í ljós þínar heitustu skoðanir. Fyrir mitt leyti hef ég afskaplega gaman af því að lesa hjá þér hvað brennur þér heitast hverju sinni þó svo kannski ég sé ekki alltaf sammála þér. En það er einnig afskaplega mannlegt og mannbætandi að vera ekki alltaf sammála. Ekki væri lífið skemmtilegt ef allir hefðu sömu skoðanir og litu á veröldina á sama hátt. Gvöði sé lof þá erum við ekki alveg öll eins!! Svo, Kapteinn, haltu áfram þínu striki, tek ofan fyrir þér!!! Skál!!!

Jú, í farteski Höfðabóndans var hormónasprautað páskaegg númer sjö er var það nú komið í frumeindir þegar komið var á leiðarenda, en bragðgott fyrir því. Málshátturinn frekar snúin svona fyrir bóndann að reyna að útskýra fyrir ráðstefnuspúsunni. En nei, kæri Kapteinn, eggi þessu verður ekki deilt með Margréti vinkona minni í danaveldi. Hún getur bara étið sitt eigið þar sem hún hefur ekki séð sig fært að bjóða gömlum bónda frá íslandi upp á púrtvínssopa...... og kallinn sem hefur reynt með kjafti og klóm að koma inn gömlum dönskum hefðum aftur á á íslandsgrundu.

Á þessum dýrðar páskadag skal nú fara og heimsækja Hafmeyjuna og vita hvort hún sé ekki í páskaskapi. Hér er að vísu norðan garri en sólskyn svo að ætli gamli reyni nú ekki að vera soldið sexý í og sleppa bara ullarbrókunum í dag.

Til viðbótar við commentin hér að ofan:

Litlir kassar á lækjarbakka,
litlir kassar og dinga-linga-ling.
Litlir kassar, litlir kassar, litlir kassar og allir eins!!!

Rifjið svo upp framhaldið!!!!

Upps!!n Svakalega leiðinlegt að gleyma þessu Hi þarna.... auðvitað átti þetta að vera hafmeyjan en ekki afmeyjan..... ákveðinn húmor??....veit það ekki!

Vill byrja á því að þakka Vestra fyrir kveðjuna og mun ég samviskusamlega reyna að koma henni áleiðs til Möggu drollu. Þó ég haldi að sú gamla sé nú einhverstaðar með sígóið í munnvikinu að slátra aligrísnum fyrir kvöldmatinn á morgunn.

Annars er gamli orðin svo menningarlegur að liggur við grænum bólum. Get svo svarið það að karlin brokkaði hér á milli listasafnanna í dag og hélt gáfumannasvipnum alveg framundir kvöldmat. Á sjálfan páskadag skal svo heiðra Litlu íslensku (er hún það ekki???) afmeyjuna og færa henni innilegar páskakveðjur frá fróni. Nú ef það verður sómasamlegur þurrkur á morgun mun ég þá einnig reyna að spranga svolítið meira hér um dýrðarborgina Köben.

Örmagna bóndinn biður kveðju heim.
Gleðilega páska.