Satellite Internet Service
Hit Counter

4/04/2003

Komið þið sæl!!

Til skiptis er páskahret og vorblíða sem stuðlar að enn frekari óákveðni og óvissu. Sem ekki getur talist til batnaðar fyrir Vogina sjálfa sem dags daglega er ákaflega óákveðin þó að tíðin sé stapíl. Nú vaknar Vogin eldsnemma á morgnanna til að fara út með koppin og gá til veðurs. Er svo farið inn aftur og farið í og farið úr mismunandi klæðnaði sem skal vera viðeigandi við veðráttuna. Er nú svo komið að Vogin er búin að gefast upp á þessu og er bara í snjógallanum en í stuttbuxunum innan undir. Er þetta ákaflega hentugt. Þegar hríðin hvelur koma snjóbuxurnar að góðum notum en um leið og sólartetrið lemur sér leið í gegnum bakkann vippar Vogin sér úr herlegheitunum og er tilbúin að taka á móti sumrinu.

Annars er nú lítið að frétta svo sem. Skólinn gegnur sinn taktlausa gang og er hamast við að ljúka við sem allra flest fyrir páskana sem munu einkennast að rólegheitum, pylsuáti og tívolíferðum í hinu danska konungsríki.

Ég átti askoti góða kvöldstund hér um daginn hjá K. Morganinum. Bauð karl mér í kvölddinner við kertaljós og sátum við og ræddum heimsmálin fram og aftur með innlögn frá Flugu-greyinu sem þráði svo mikla athygli. En Flugu-kvikindið stækkar og stækkar og ljótt er það ef K. Morganinn þarf að flytja búferlum vegna ungabarnsins.

Nóg komið af hugleiðingum að sinni.

Lifið heil (alls ekki hálf)

Það er gaman að lita.