Satellite Internet Service
Hit Counter

3/29/2003

Alltaf jafn dræm við skrifin..........
Bróðir vor skellti sér erlendis ásamt sinni spúsu og varð því að ferja soninn unga til ömmunnar og afans. Hefur 18 mánaða guttinn stjórnað heimafólkinu í Safamýri með harðri hendi og var svo komið að föðursystirin, nemandinn í uppeldisfræðum, var kallaður heim á vígstöðvar. Stoppar frænkan ýmiskonar uppátæki, eins og að láta afann keyra stjórnandann um stofuna í kerrunni!!!! Hef ég því flutt í Safó þessa helgi. Litli stjórnandinn reynir nú samt að komast eins langt með feðruna eins og hann getur en eitthvað gengur það nú ílla því feðran segir bara nei og aftur nei ef henni mislíkar uppátæki stjórnandans.
Tók mér samt pásu frá uppeldisstörfum í dag og skellti mér á kaffihús með Snúðnum mínum. Já, hver er þessi Snúður??? Snúður er mesta gæðablóð veraldar með rödd himnaríkis, fegurð á við kristalla og glaðværð sem ferskur sumarvindur. Já, sólin hækkar alltaf á lofti þegar Snúður minn birtist. Ég var þeirra ánægju afnjótandi að búa með Snúð mínum í fyrravetur í Álfheimunum og þar var gott að vera!!! Snúðurinn, öðru nafni Stella Steinþórsdóttir, er einstakur sambúandi, vann eins og hestur við að hlúa að alvarlega slösuðum reykvíkingum en hafði alltaf tíma fyrir vælandi námsmanninn sem fannst allt eitthvað svo hrææææðilegt. Þá klappaði Snúðurinn mér á kollinn, skellti Friends spólu í tækið og söng yfir pottunum...... meðan lá námsmaðurinn (ég) yfir Friends-spólunni þar til kallað var: Maaaaaatur!! Og var ekki að spurja að kræsingunum!!! Tví-þrí eða fjórrétta var iðulega borið fram enda Snúðurinn Hússtjórnaskólagenginn.
Já, gott var að hitta Snúðinn sinn.

En sólin er horfin í hafið og myrkrið umlíkur Reykjavík. Söngvakeppni framhaldsskólanna á RÚV, einhver spennó með Robert De Niro á Stöð 2 og einhver sápa á Skjá Einum.

Og nú er klukkustund í danskan sunnudag.

3/24/2003

Ja-ja nu skal vi snakke dansk...... já eða svona allt að því bara. Er ekki enn búin að komast austur fyrir fjall í einkatímana enda er dönskukennarinn ný búin að kasta svo að hann hefur eflaust ekki tíma núna til að stafa ofan í undirritaða dönskum sögnum.

Minn ágæti félagi og venur kotbóndinn í vestrinu lét mig heyra það í dag!! Karl ekki ánægður með Gönnann!! Finnst hann ekki standa sig hér í blogginu en verður nú bót á.

Fór út að borða í Perlunni á föstudagskvöldið. Ansi skemmtileg upplifun. Maturinn fínn, þjónustan góð, vínið til fyrirmyndar en gólfið snérist..... og snérist..... og snérist... Ég þurfti t.d. að fara á ....snyrtinguna og þá var allt á floti þarna uppi þannig að ég þurfti að fara niður á næstu hæð. Þar sem ég var svona blússandi fín á 10 cm hælum var nú ekki annað að gera en að taka lyftuna.... sem jú.... tók auka tíma heldur en að hlaupa niður nokkrar tröppur. En jæja, ég ætla ekkert að lýsa þessari ferð minni neitt í smáatriðum nema það að þegar ég kom upp aftur þá var bara umhverfið allt annað og tók bara ansi langan tíma að finna rétta borðið aftur.

Eftir þennan öndvegis dinner var farið í partý á eftir. Ég ásamt nokkrum öðrum þar með talinn STÓRvenur minn, Óskar, þurftum aðeins að koma við á Select í Kópavogi. Sem er svo sem ekki frásögu færandi nema að við urðum að kaupa einhverjar gjafir handa gestgjafa vorum (partýhaldaranum). Hálf dauð úr hlátri var verslað: Jólapappír, vatnslitir og sápukúlur. Að vísu þurfti Óskar að prófa sápukúlurnar í búðinni og var það svo skelfilegur glæpur að lág við útköstum og lögreglurannsókn. En við sluppum heil að höldnu í partýið. En gestgjafanum fannst gjafirnar bara lítt fyndnar............. skrítið!!

Passið ykkur á rigningunni.... hún er blaut.