Satellite Internet Service
Hit Counter

3/15/2003

Svo mikið hefur verið að gerast hjá bóndanum undanfarið að hann hefur ekki haft neinn einasta tíma til að skrifa hér örfáar línur um lífið, tilganginn né hvernig viðrar þegar hann fer að losa koppinn. Síðasta vika hefur verið ansi viðburðarík og skemmtileg hjá karli. Fyrir utan verkefnavinnu (sem hann ákvað allt í einu að fara að gera) hefur félagsmálapakkinn og pólí-tíkin átt stórann sess í dagskipulagi Höfðabóndans. Kall hefur verið að flytja framboðsræður og vitleysu um ganga KHÍ og þess á milli að lesa (sér til skemmtunar) gamlar fundagerðir SKHÍ. Á þeim tímapunkti var alveg spurningin um að spyrja sjálfan sig hvort maður eigi ekkert líf. En allt tekur enda og var kunngert á fimmtudag úrslit til Formanns og Stúdentaráðs KHÍ. Svo fór sem fór og má segja að bóndinn hafi fagnað gríðalega um kvöldið í góðum félagsskap upp í Kennó og síðan skundað á ball með Sálinni þar sem kall dillaði mjöðmunum ásamt STÓRgóðum félaga úr KHÍ. Og má með sanni segja að föstudagurinn hafi verið tileinkaður slæmri heilsu og ógurlegum höfuðverk. Sat í þrjá og hálfan tíma inn á Stælnum og restinni af deginum eytt í foreldrahúsum yfir K-19 (Ingvar Sig rúllar í 2 sek) og sætabrauði.

Enn upp er komin laugardagur og er ég búin að bóka far til Danmerkur um páskana - Tívolíið opið og allt að gerast. Móðir mín, blessunin, botnar ekkert í því hvað æða eigi til Baunalands og hvort að þar séu einhver Baunastrákur sem vert er að heimsækja. Hún segir að Baunir séu ágætar til síns brúks en vonar nú heitt og innilega að dóttirin breytist ekki í Baun líka. Ekki veit ég nú hvernig í ósköpunum hún hefur fengið þessar hugmyndir og botna ég heldur ekkert í því af hverju Danmörk sé flokkað sem Baunaland. En þetta segir nú móðir mín blessunin og að okkar fyrrum yfirþjóð hafi alltaf verið kölluð Baunaþjóðin.
En þessa helgi er víst Danskir dagar í Hagkaup og sá ég hana áðan rjúka af stað í verslunarleiðangur. Ætli það verði pylsur og Tuborg í kvöldmatinn?

Nú verður maður að fara að draga fram gamlar skræður sem innihalda danskan texta og ætli það sé ekki ráð að fara að panta einkatíma og keyra austur fyrir fjall til Dönskukennarans.

Tökum upp gamlar hefðir og tölum dönsku á sunnudögum.