Satellite Internet Service
Hit Counter

3/06/2003

Það er komið sumar,
Sól í heiði skín,
Teygðu bara upp hendur....
Bli-bli-bli-bli

Svei mér þá ef manni langar bara ekki að draga fram stuttbuxurnar og sandalana og spranga um stræti og torg borgarinnar sem er að vakna til lífsins. Rölta niður á torg og fá sér einn góðan ís og spjalla við gárungana um daginn og veginn. Taka gula bílinn niður í Laugardal og taka nokkur tíguleg sundtök í lauginni góðu og enda daginn á góðu kaffihúsi með öl í hönd.

Góður draumur sem vonandi mun koma til.... en ekki núna... skólinn bíður. Maður verður að sætta sig við það að sitja inni í steingeltri stofnannabyggingu og hlusta á manni fróðari fólk segja frá uppvexti og þróun mannsins. God...... af hverju gerðist ég ekki bara ruslakerling!!!

Látið mig vita ef þið sjáið randaflugu.
Góðan dag.

3/02/2003

Vaknað upp með ummælum og andfælum í morgun. Það er byrjaður enn nýr mánuður og eitthvað fer lítið fyrir verkefnavinnu og heimalestri í tengslum við þetta ágæta nám mitt. Það er eitthvað sem við K.Morgan getum nú verið sammála um þessa daganna, sem lesa má á hans bloggi. En þrátt fyrir það er vor í lofti og, svei mér, ef ég heyrði ekki fugla syngja þegar ég fór út með koppinn í morgun.

En ætli það sé ekki best að fara að skoða gormana á skólabókunum.
Óska lesendum gleðilegs sunnudags og endilega sparið ykkur fyrir komandi átdaga.

P.s. Þakka Morganinum hlý orð í garð míns leirburðs.