Satellite Internet Service
Hit Counter

2/18/2003

Mikið svakalega varð ég kát í morgun!!! Blessuð blíðan skall á kinnar mér þegar ég gekk út í morgundöggina. Og svei mér, ég verð að vera dæmigerður íslendingur að segja, það er bara farið að birta svona snemma!!! Jö – maður finnur bara hvernig léttist lundin og spor manns verða ekki eins þung og undanfarið. Sem var bara vegna myrkurs, auðvitað, ekki nammiáti nei-nei.

Ég vona að allir séu nú búnir að læra nýja lagið sem ég setti inn í gær. Það er próf í næstu viku :o)

Árshátíð Kennaraháskólans er að skella á nemendur sína á fimmtudaginn. Ég hef aðeins verið með puttana í þeirri undirbúningsvinnu og hefur kostað mig svefnleysi og kvíða – sem er með eindæmum undarlegt þar sem ég verð ekki einu sinni á þessari árshátíð. Ég er að fara á morgun áleiðis til Grikklands, kemst þangað ekki fyrr en á hinn daginn (munið eftir þeim brandara??). Ég er að fara á ráðstefnu ESIB – regnhlífasamtök stúdentasamtaka Evrópu og er umfjöllunin hagsmunir skiptinema. Það verður eflaust afskaplega fróðlegt. Ég átti að koma heim á sunnud. en eitthvað fór nú úrskeiðis í flugpöntunardæminu og kem ég ekki heim fyrr en á þriðjudaginn. En ég vona nú samt að ég komist eitthvað í tölvu og þá mun ég reyna að senda inn eina og eina línu.

En það er alltaf gaman að róla sér.

Kv. Gunnur

Var að læra nýtt lag:

Ding, dong, digidigi-dong,
digidigi-dong, die Katz ist krank.
Ding, dong, digidigi-dong,
digidigi-dong.

(ATH, unnuð er að ísl. þýðingu)

"Og passa sig að ganga ekki alveg fram af mannskapnum með slíkum glimrandi húmor."

Góðar stundir.

2/16/2003

Sunnudagurinn vaknaði með helvítis roki og umhleypingum. Þar sem ég lág og néri augun rifjaðist upp atburðir næturinnar. Sumt ákaflega gleðilegt og sumt ekki alveg eins gleðilegt. Matarboð var haldið í svítu K. Morgans í tilefni af júraæðis íslendinga. Maturinn bragðaðist ljómandi og, svei mér, ég er ekki alveg eins afleitur kokkur og ég held. Allavega vorum við félagar ákaflega glaðir og saddir er júróveislan byrjaði. Endirinn á júróveislunni var samt á þann veg að ákveðið var bara að hella í sig vímuvökvanum til að dempa sorgina. Því annað sætið átti náttúrlega að vera í fyrsta sæti. Þessi rólega og yfirvegaða kvöldstund snöggbreyttist í allsherjar partý og var líðanin slík á tímabili að ég hélt að ég hefði misst af nokkrum klukkutímum. Inn í svítu Kapteins runnu ráfandi einstaklingar og sumir svo ráfandi að þeir enduðu flatir á fleti Kapteins. Kapteinn sjálfur mundaði gítarinn og sungum við gamla ættjarðarsöngva. En svo kom nú hreyfing á mannskapinn og um leið og ráfandi einstaklingarnir ráfuðu niður í bæ, ráfaði ég heim á leið. Hefur svo sunnudagurinn liðið hljóðlega hjá og er nú tími til að setja í þvottavélina.

Gleðilega nýja vinnuviku