Satellite Internet Service
Hit Counter

8/13/2004

Bloggandi blíða

Einkennilegt hvað þarf lítið til að hafa áhrif á manns daglegu rútínu. Hér hefur ekki verið bloggað síðan um miðjan júlí. Oft hef ég verið sest niður við tölvuna og hugsað:„Jæja, nú bloggar maður“. En ekkert gerist. Horfi á auðan skjáinn og áður en langt um líður er hugurinn floginn eitthvert allt annað. Eða þá að maður er staddur einhverstaðar út í bæ. Á skemmtilegar samræður við félagana eða sér skondin atvik og hugsar: „Ég verð að blogga um þetta!“ Og annað hvort verður ekkert af því eða þegar komið er á prent þá er sagan kannski ekkert fyndin lengur. Algengt vandamál – og hvimleitt.

Sumarfríið er búið og það er búið að mála blokkina. Já, um leið og mínu sumarfríi lauk þá hurfu málarameistararnir á brott. Dæmigert. Hef því yfir litlu að fjasa. Sem er einkennilegt fyrir undirritaða. Sífjasandi. Eða kannski er það veðrið sem allir dásama þessa dagana. Eflaust fara Plús- og Heimsferðir á hausinn núna í ágúst. „Á spáni er gott að djamma og djúsa“ söng Laddi hér um árið. Nú þurfum við ekkert að fara til Spánar. Höfum þetta allt saman hérna á klakanum- eða réttara sagt hitabeltiseyjunni. Hljómar vel: Hitabeltiseyjan Ísland!!

Horfði á fréttir núna í vikunni. Það var verið að taka viðtal við „fólkið á götunni“ varðandi blíðuna. Tekið vöru viðtöl við nokkra útlendina sem fundust víst veðrið hér á landi ekkert spes. Það hafði komið hingað og ætlast til þess að hér væri rigning og rok. Ég þekki ekki einn mann sem hefur fundist það svona „æðislegt“ að vera í rigningu og roki hér heima. Þekki heldur engan sem hefur borgað marga tugi peninga til þess að komast í hressilega rigningu og stórviðri. Þess vegna skildi ég ekki þessa vonsku út í veðurblíðuna. Fannst þetta bara skrítið fólk.

Síðast liðin föstudag varð stórvinkona mín Auja þrítug. Hélt fína veislu. Sú allra fínasta veisla sem ég hef farið í lengi (þar með talin míns eigins útskriftarveisla, haha). Í þessari umræddu veislu var t.d. ekki helt freyðivíni í glösin fyrir mann. Nei,nei. Maður fékk bara sína flösku sem maður gat algerlega stjórnað hversu mikið var drukkið úr henni. Mjög sniðugt. Og hentar eflaust vel stabýlu fólki. En þarna var ekkert sérstaklega stabýlt fólk. Áður en korter var liðið af borðhaldinu voru gestirnir komnir í meting hver væri komin neðst í flösku sinni. Þetta stuðlaði að dotlu. Dotlu sem engin þörf er á að útskýra. Það var akkúrat út af þessu dotlu sem ég var frekar„lasin“ á laugardaginn. En veislan var góð, góður matur, góður félagsskapur, gott vín. Auja á skilið þrefalt húrra fyrir þetta. Húrra-húrra- húrra.

Og þar sem farið er að tala um Auju vinkonu mína...... hún skrifar ansi góðan pistil í dag á sínu bloggi. Merkilegar vangaveltur. Það er þetta með líkamann – útlitið. Og hvað við gerum til þess að halda útlitinu.... eða halda því ekki. Og hve mikið líkaminn eða líkamspartar geta virkað aðlaðandi á aðra eða ekki. Endilega lesið þennan pistil. Fjári góður. Punktur.

„Segðu ekki allt sem þú veist, trúðu ekki öllu sem þú heyrir og gerðu ekki allt sem þig langar til“

7/18/2004

Fluguvinur
Þvilík sérdeilis glimrandi brakandi blíða er þetta!!
Lítið annað að gera en að draga sig út í skólina.
Í tilefni af því að gluggaþvottamaðurinn hafði yfirgefið austurhlið blokkarinnar í gærmorgun þá dróg ég fram sólstól og hlammaði mér út í morgunsólina.  Afskaplega notarlegt.  Lág eins og skata í efnislitlum klæðum með viðtækið í eyrunum.  Alein.  Kyrrð og ró!  Ekkert „uuuuuuuu“ hljóð!  En ekki lág ég lengi þarna ein.  Allt í einu birtist lítill geitungur á svalarhandriðinu.  Hvurn skattan var hann að gera þarna hátt uppi?  Örugglega villst, helvískur.  Velti því fyrir mér hvort ég ætti að drepa´nn.  Ákvað að bíða aðeins, í tilefni blíðunnar.  Vera góð við dýr og menn þennan dag.  Þegar líða tók að hádegi var ég farin að vorkenna fluguræflinum.  Hann flaug frá einum stað til annars á handriðinu.  Lét mig alveg vera.  Hann var greinilega hræddur.  Reyna að daga í sig kjark að láta sig gossa fram af fjórðu hæð.  Svolitill vindur þarna uppi.  Ég hugsaði með mér að hann hefur greinilega týnd hópnum sínum.  Væri að gera dauða leit að drottningunni.  Þegar sólin var horfin af svölunum drattaðist ég inn en geitungurinn sat enn skelkaður á svalahandriðinu.  Ég hvíslaði: „gangi þér vel, litli vin.“  Hann var farinn í morgun.

7/16/2004

Það er ljótt að gera vinum sínum það að láta ekki í sér heyra, hvorki hér eða annarsstaðar.  Því verða hér ritaðar línur, félaga vorum, til heiðurs.
 
Lítið hefur undirrituð gert sér til afreka undanfarna daga.  Mest megnis einbeitt sér að því að gera sem minnst.  Hef þó dregið fram línuskautana sem ég verslaði mér fyrir nokkrum árum en hef ekki þorað að nota fyrr en nú.  Hægt er að fylgjast með undirritaðri tvisvar í viku á bílastæðinu í Nauthólsvík.  Hef þó ekki slasað sjálfan mig né aðra með þessu uppátæki, allavega ekki ennþá.
 
Það ringdi í gær.  Það var sól í gær.  Útbúnaðurinn á manni þegar húsið er yfirgefið á morgnanna er með eindæmum.  Nýja ökutækið (rauða þruman) er stútfullt af fötum: regnfötum, lopagallanum, stuttbuxum, gönguskóm, stígvélum.  Þýðir ekkert annað.  Blíðan er einstök í allri sinni mynd.
 
Þó lífið sé viðburðalítið þessa dagana þá eru morgnarnir alltaf svolítið spennandi..... allavega hér hjá mér.  Það er vissara að fara snemma í ból því um átta á morgnana byrjar ballið.  Hef ég þó náð ágætu skipulagi undanfarna daga: 
Klukkan átta heyrist: „uuuuuuuuuuuuuuu“ lyftarinn kominn í gang og fyrr en varir birtist hvítklædd vera upp á svalirnar.  Blístrandi af gleði í morgunsólinni.  Með Rás2 í botni. 
Undirrituð skjögrast á fætur, með augnleppinn á enninu og með sængina undir hendi ráfar inn í næsta herbergi.  Leggur sig flata og nær auka kríu.
Svona höfum við haft það undanfarið en í morgun frá þó við nýjungum í annars ágætis rútínu:
 
Klukkan er átta.  „uuuuuuuuu“ heyrist fyrir utan.  Brosandi málarinn birtist.  Ég, skjögrast með sængina og leppinn inn í næsta herbergi.  Leggst niður, dreg fyrir.  Kúri mig undir sæng.  Örskömmu seinna heyrst:  „uuuuuuuuuuuu“ birtist ekki blístrandi gluggaþvottamaður.  Engin friður. 


7/13/2004

Stuðmenn
Þegar stórband líkt og Stuðmenn herja á Skagafjörðinn er lítið annað hægt að gera en að skella sér upp í bílinn og bruna norður! Og þegar Laufey og Mummi herja á Skagafjörðinn líka – um sömu helgi þá er ekkert annað að gera en að koma við í mjólkurbúðinni og bruna norður!
Átti frábæran sólarhring í firðinum góða, en eins og segir í kvæðinu:
Skagfirðingar kunna vel að skemmta sér!
Og það gerðu þeir þetta laugardagskvöld. Margt var um manninn í Reiðhöllinni Svaðastöðum, Séri og djákninn létu sjá sig ásamt mörgum gömlum bændum sem Gönni fyrrum stórbóndi á Hólum hefur ekki hitt í mörg ár.

Iðnaðarmaðurinn
Ekki komst undirrituð upp með það að mæta ekki aftur til starfa í Skútu Kapteins. Haldið var áfram við parketlögnina og vorum við færari síðari daginn. Lögðum af fullum krafti þess á milli sem við hummuðum með gömlum vinsælum smellum í viðtækinu og rifjuðum upp tímana tvenna.
En nú er parketið komið á og þá flaug vinnuveitandinn til útlanda og verða önnur iðnaðarstörf að bíða um viku. Þetta finnst iðnaðarmanninum frekar léleg vinnubrögð að rjúka til þegar verkið er hálfnað en hvað um það. Ég bíð þá bara á meðan. Fjölgað hefur í myndasafni um Framkvæmdir á Skútu Kapteins.